Jæja, hvar á maður byrja… ég hef sjálfur mjög mikinn áhuga á öllu sem við kemur gítar tónlist, þar með talið jazz tónlist og ég hugsa að svokallað “Jazz Fusion” sé e-ð fyrir þig, alla vega hitti það beint í mark fyrir mig. Jazz fusion er í stuttu máli sagt svona nokkurs konar blanda af jazzi og rokki, ásamt hinu og þessu (mjög erfitt að útskýra nákvæmlega). Uppáhalds jazz fusion gítarleikararnir mínir eru John McLaughlin, Al Di Meola og Allan Holdsworth o.fl. Lang besta tímabilið í sögu fusion var á 8. áratugnum (70’s). Allt eru þetta meira og minna mjög trylltar plötur þ.e.a.s. þær innihalda mjög mörg sjúklega hröð, flott, dramatísk og umfram allt skemmtileg gítarsóló, oft verulega hraður trommutaktur og svo mætti lengi telja, en samt sem áður mjög mörg róleg, melódísk og falleg lög. Þetta eru s.s. í heildina mjög fjölbreyttar og skapandi plötur enda einir færustu tónlistarmenn í bransanum fyrr og síðar, hérna eru nokkur góð dæmi um fusion jazz plötur, (mæli sérstaklega með því sem er feitletrað):
The Mahavishnu Orchestra (John McLaughlin á gítar):
The Inner Mounting Flame (1971)
Birds of Fire (1972)
Al Di Meola:
Land of the Midnight Sun (1976)
Elegant Gypsy (1977)
Casino (1978)
John McLaughlin:
Devotion (1970)
My Goal's Beyond (1970)
Electric Guitarist (1977)
Return to Forever (Al Di Meola á gítar):
Where Have I Known You Before? (1974)
No Mystery (1975)
Romantic Warrior (1976)
Svo vil ég einnig benda á live plötu sem Al Di Meola, John McLaughlin og spænski Flamenco gítarsnillingurinn Paco De Lucía (uppáhalds kassagítarleikarinn minn) gerðu saman “Friday Night in San Francisco (1980)” sem stendur enn uppi sem ein lang besta live kassagítarplata allra tíma, ef þið hlustið á hana þá skiljið þið alveg hvað ég meina, ég missti alla vega röddina í smá stund (þeir hafa einnig gefið út tvær hljóðversplötur).
Auk þess langar mig að benda á eina frábæra fusion plötu í viðbót með þeim Allan Holdsworth og Frank Gambale: Truth In Shredding (1990)… nafnið segir allt.
Hins vegar ef þú ert að leita að bara svona venjulegu, hefðbundnu, rólegu og þægilegu jazzi þá mæli ég sérstaklega með þessum ljómandi góðu gítarsnillingum hér:
Django Reinhardt, Wes Montgomery, Pat Metheny, Joe Pass, John Scofield, Jim Hall, Grant Green, Charlie Christian, Pat Martino o.fl.
Jæja, Þetta var auðvitað engan veginn tæmandi listi og það mætti bæta við alveg helling hérna… en ég tel mig samt vera búinn að nefna svona flesta af þessum allra færustu og frægustu jazz gítarsnillingum.
Ég óska ykkur góðrar skemmtunar ;)
Æfingin skapar meistarann