St Germain Ég er búinn að vera að hlusta svolítið á St Germain, diskin Tourist, og ég er ekkert smá ánægður með þennan disk. Þetta er einhverskonar techno jazz (mun meiri jazz heldur en techno) og þótt ég fíli techno ekki neitt þá fíla ég þennan disk í botn. Það mætti jafnvel flokka sum lögin á þessum disk undir pzychadalic jazz.
Þegar lögin birja er maður ekkert að fíla þau, en svo þegar maður er búinn að hlusta í smá stund þá verður þetta alger snilld. Maður sekkur bara inn í lögin. Ég ráðlegg alla vega öllum jazz áhugamönnum að láta þennan disk ekki fram hjá sér fara.
Síðan hjá þessu bandi(eða tónlistarmanni… er ekki alveg viss) er www.stgermain.co.uk

track listi:
1. ROSE ROUGE
2. MONTEGO BAY SPLEEN
3. SO FLUTE
4. LAND OF…
5. LATIN NOTE
6. SURE THING
7. PONT DES ARTS
8. LA GOUTTE D'OR
9. WHAT YOU THINK ABOUT
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…