Sælir.
Gaman að vita að einhverjir vilji kynna sér þessa frábæru tónlistargrein. Það eru
nefnilega ekki ýkja mörg prósent af ungu fólki í dag sem kann að meta djass.
Sorglegt.
En alla vega. Ég vil fyrst nefna þá sem ég held mest upp á, gömlu meistarana.
1. Dizzy Gillespie, trompetleikari.
Þessir gaur var ótrúlegur. Langtum besti djasstrompetleikari sem
ég hef hlustað á; hann komst fáranlega hátt upp og var með tækn-
ina alveg á hreinu. Kauði gaf út aragrúa diska, en ég held mest upp
á bebop tímabilið. Það sem einkennir bebopdjass er hratt tempo og
margir og flóknir hljómar. Frekar ómelódísk tónlist, en ef þú kannt
að meta tæknihæfileika tónlistarmanna, þá er bebop eitthvað fyrir
þig. Diskarnir Diz and Getz og For Musicians Only eru frábær dæmi
um bebop að hætti Dizzy. Hann var líka nokkuð mikið í kúbverskri
og s-amerískri tónlist, sbr. diskarnir Dizzy in South America 1-3.
2. Miles Davis, trompetleikari.
Miles er örugglega sá sem lang flestir almennir hlustendur þekkja.
Tónlistarferill hans var mjög fjölbreyttur; byrjaði fyrst í beboppinu
með Parker en fór svo sínar eigin leiðir í hinum svokallaða Cool djassi,
sbr. diskurinn Birth of the Cool. Gaf út marga mjög „hlustendavæna“
diska, og mæli ég sérstaklega með Walkin'. Síðar fór hann blanda
saman djassi og rokki en það finnst mér ekki sérlega skemmtilegt.
Diskurinn Bitches Brew er einhverskonar sýra sem þú getur prófað
að hlusta á. Frægasti diskur Miles er ábyggilega Kind og Blue. Mæli
með honum.
3. Paul Desmond, altósaxófónleikari.
Þessi gaur var snillingur melódíunnar. Tóninn var svo mjúkur og
sólóin svo ótrúlega melódísk að ég hef ekki heyrt annað eins. Hann
var í hinum svokallaða vesturstrandardjassi og varð frægur fyrir
leik sinn með píanistanum Dave Brubeck. Frægasta lag þeirra er ef-
laust Take Five á diskinum Time Out. Endilega hlustaðu á hann. Hann
gaf einnig út rólega diska með gítarleikurum í hálfgerðum bossa nova
stíl (brasilísk tónlist). Mæli með diskinum Bossa Antigua.
4. Sonny Rollins, tenórsaxófónleikari.
Þeir gerast ekkert svalari. Þessi tenórsaxófónleikari er einn af mínum
uppáhalds og einn af þeim fáu sem enn eru á lífi. Hann hefur frekar
groddalegan tón, sem gerir tónlistina bara flottari. Hann er frægur fyrir
svokallaðann hard bop djass, sem ég kann ekki alveg að skilgreina.
En tónlistin dæmir sig sjálf; mæli eindregið með diskinum Saxophone
Colossus (lagið St. Thomas er snilld).
5. Stan Getz, tenórsaxófónleikari.
Hann hafði mjög mjúkan tón miðað við tenósaxófón. Varð frægur
fyrir diskinn Jazz Samba sem ég mæli með að þú hlustir á. Tónlistin er
blanda af djassi og bossa nova og samba. Hann gaf einnig út svipaða
tónlist með brasilíska gítarleikaranum og söng- varanum João Gilberto;
diskurinn Getz/Gilberto. Frábær tónlist.
6. Django Reinhardt, gítarleikari.
Franskur sígauni (eða var hann Belgi?) sem þróaði sinn eigin djass
sem var svo nefndur eftir honum. Django djass er öðruvísi að því
leyti að strengjahljóðfæri eru í aðalhlutverkum. Djangotríó eru al-
geng: kontrabassi og tveir gítarar þar sem annar spilar hljóma á
meðan hinn tekur sóló. Að auki er sveiflan, eitt helsta einkenni djass-
ins, eilítið öðruvísi í django djassinum. Þú getur prófað að hlusta á
hvaða disk sem er með Reinhardt. Ef þú býrð á Akureyri hlýturðu að
hafa heyrt um Django Djass hátíðina sem hefur verið haldin þar síð-
astliðin þrjú ár. Mjög áhugaverð hátíð.
Ég gæti nefnt mun fleiri, en satt best að segja nenni ég því ekki. Ef þér finnst þessir
guttar ekki spila sérlega skemmtilega tónlist, þá held ég að djassinn sé ekki fyrir þig
þar sem margir þessara manna mótuðu þessa tónlist, sérstaklega Dizzy, Miles og
Django. Um nýrri djass veit ég lítið.
En málið er bara að hlusta nógu andskoti mikið! Ég hef hlustað á djass í um 4 ár og
smekkurinn er enn að þróast.