Endilega KAUPTU þér eitthvað gott með þessum frægu mönnum:
Albert Collins - mjög skemmtilegur gítarleikari, í miklu uppáhaldi hjá mér (mæli með ‘Ice Pickin’')
Howlin' Wolf - kraftmesta rödd allra tíma! einnig í uppáhaldi
Muddy Waters - oftast talsvert afslappaðri en Wolf… sumir vilja setja hann í fyrsta sætið
Ef þú ert hrifinn af B.B. King þá fílarðu sennilega söngvarann Bobby “Blue” Bland (góður vinur Kings og oft á svipuðum nótum). Oft talinn einn besti blues-söngvarinn
Elmore James - frábær slide-gítarleikari og söngvari
John Lee Hooker - basic blues
Svo eru auðvitað meistarar eins og hinn goðsagnakenndi Robert Johnson sem var minnst á í svarinu hér á undan. Það var reyndar langur vegur frá órafmagnuðum delta-blues til hins fágaða city-blues B.B. King.
Robert Johnson gerði allar sínar upptökur, einhver 20-30 lög, á árunum 1936 og '37. Hann spilaði á órafmagnaðan kassagítar, en tónlist gerist varla “rafmagnaðri”! Það er talað um þennan mann sem einhvern magnaðasta flytjanda allra tíma. (Vertu samt viðbúinn því að þurfa að venjast “hljómgæðunum” fyrst!) Sögurnar bakvið hann eru heldur ekki af verri endanum…
Svo var minnst á Stevie Ray Vaughan, en ég myndi frekar telja hann sem blues-rock.
Svo er líka fullt af öðrum meisturum, um að gera að nýta sér internetið og lesa sér til, líka í sambandi við jazzinn sem er ekki alveg mín deild.
Gangi þér vel og góða skemmtun við að uppgötva þessa frábæru tónlist…
The Soulman