Það er nú ekki mikið að segja um hljómsveitina. Tómas Einarsson spilar á kontrabassa, Eyþór Gunnarsson á píanó og slagverk, Hilmar Jensson á gítar, Matthías Hemstock á trommur og slagverk, Pétur Grétarsson á slagverk, Kjartan Hákonarson á trompet og Samúel Samúelsson á básúnu.
Ég á diskinn Kúbanska, sem er held ég eini diskurinn þeirra, og mér finnst hann ekkert sérstakur. Hann er a.m.k ekki peninganna virði. Það eru 2-3 ágæt lög á honum en restin (7-8) er bara eitthvað leiðinlegt rugl. Röddunin hjá blásurunum er frekar ókúbversk og þeir taka eiginlega engin sóló. Auk þess er gítarleikarinn hundleiðinlegur og tekur allt of mörg sóló. Hins vegar eru sólóin hans Eyþórs mjög flott.
Tómas er að vinna að nýjum diski, Havana, sem hann tók upp á Kúbu með kúbverskum tónlistarmönnum. Ég held að hann komi út í haust eða um jólin en er samt ekki viss. Vonum að hann verði betri en Kúbanska.