Einhverjir lýstu yfir áhuga á að vita hvenær misery loves company kæmi næst fram um daginn þegar mér mistókst að auglýsa tónleikana okkar, þannig að ég hugsa að ég komi því bara á framfæri hérmeð.

Misery loves company verður að spila á Little Central á menningarnótt, laugardaginn 16. ágúst næstkomandi. Við byrjum að spila um 23:30, þannig að það er tilvalið að skella sér eftir flugeldasýninguna. Svo verðum við að eitthvað frameftir nóttu.
Við ætlum að spila eitthvað af frumsömdu efni til að byrja með, en svo ætlum við að flytja plötuna Small Change, eftir Tom Waits, í heild sinni. Að henni lokinni er svo aldrei að vita nema við tökum einhverja standarda, eftir því hvernig stemningin er.

Það væri frábært að sjá sem flesta, enda verður þetta magnað kvöld.

Nánari upplýsingar, tónlist og fleira á <a href="http://www.miserylovescompany.tk">http://www.miserylovescompany.tk</a>


kk
Eyvi<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="http://www.onanis.tk">http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>

<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="http://www.miserylovescompany.tk">http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a
We're chained to the world and we all gotta pull!