Hæ.
Ég er meðlimur í Blús/Djass/Þjóðlagatónlistardúett sem við köllum Misery Loves Company.
Við erum að spila tónlist í rólegari kantinum (yfirleitt), og hefur gjarnan verið líkt við listamenn eins og Tom Waits, Louis Armstrong, Nick Cave og fleiri.
Nú stöndum við fyrir okkar fyrstu almennilegu tónleikum á djassstaðnum Little Central í kvöld (föstudaginn 25. júlí) og annað kvöld. Við erum að tala um sitthvort prógrammið þessi tvö kvöld, hátt í 50 lög í allt, sumt frumsamið, sumt eftir gamla og nýja meistara.
Aðgangseyrir er einungis 500 kall, og er einn bjór innifalið í því.
Þeir sem hafa gaman af nettum New-Orleans fílíng ættu endilega að láta sjá sig.
Dagsrá beggja kvölda hefst kl. 22:00
We're chained to the world and we all gotta pull!