Einn af mínum uppáhalds djass-mönnum er saxófónleikarinn Gerry Mulligan. Ég ætla hér örstutt að segja frá honum.
Gerry Mulligan fæddist árið 1927 og ólst upp í Fíladelfíu í Bandaríkjunum og lærði fyrst að spila á píanó. Hann flutti til New York borgar þegar hann var um 20 ára, og var þá byrjaður að spila á baritón saxófón. Í New York vann með ýmsum tónlistarmönnum, og ber þar helst að nefna Miles Davis - Mulligan spilaði með ‘Birth Of The Cool’ hljómsveitinni.
Árið 1952 stofnaði hann sína fyrstu píanólausu hljómsveit, með trompetleikaranum Chet Baker. Þeir gáfu út nokkrar plötur og var þetta eitt mesta blómaskeið Mulligans. Á árunum 1968-1972 spilaði hann með píanistanum fræga, Dave Brubeck. Eftir það spilaði hann með mörgum og á tímabili (ca. 1974-1977) var hann byrjaður að spila á sópran saxófón. Um 1980 byrjaði hann svo að prófa sig með notkun raf-hljóðfæra.
Gerry Mulligan dó 68 ára gamall árið 1996 vegna ‘vandræða’ eftir skurðaðgerð.
Þar hafið þið það. Ég hvet ykkur öll til þess að hlusta eitthvað á hann, ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Ég mæli með diskum þar sem hann spilar með Chet Baker, og er það einn flottasti djass sem ég hef heyrt.
Takk fyrir mig.