Það má segja að íslenski tónlistargeirinn hafi byrjað frekar hægt, það var t.d. ekki fyrr en árið 1930 sem Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður og fjórum árum seinna sem fyrstu nemendurnir útskrifuðust þaðan. Hlutirnir tóku þó stakkaskiptum eftir að Bretar yfirgáfu Ísland eftir að hafa hernumið það árið 1940. Þeir skildu eftir þó nokkuð af hljómplötum, það var þá sem Íslendingar uppgötvuðu jazzinn. Þessi tónlistarstefna setti strax svip sinn á íslenskt samkvæmislíf.
Átján ára gamall piltur að nafni Gunnar Ormslev kom til Íslands árið 1946 og er óhætt að miða upphaf nútímajazz við komu hans. Hann var framvörður landsins í öllu sem tengdist jazzi og átti hvað mestan þátt í að gera þessa tónlistarstefnu að virðingarverðri liststefnu hér á landi. Hann dó árið 1981, þá aðeins 53 ára að aldri.
Árið 1947 var KK sextettinn stofnaður og hann starfaði alveg til ársins 1962. Hljómsveitin spilaði þá helst jazz, rokk og dægurlög.
Ári eftir kom Svavar Gests til sögunnar en hann hafði nýlokið námi við Juliard tónlistarskólann í New York. Svavar ásamt öðrum stofnaði Jazzklúbb Reykjavíkur árið 1948 og gaf einnig út spes jazz tímarit. Klúbburinn stóð fyrir djammsessjónum þar sem leikið var af fingrum fram sérhvern laugardagseftirmiðdag um ára bil. Þeir héldu tónleika og oftar en ekki kom fyrir að þeir buðu erlendum snillingum í heimsókn. Svavar stofnaði síðan sína eigin hljómsveit árið 1965 en hún var ekki spilandi lengi því árið1966 hætti Svavar til þess að geta einbeitt sér að hljómplötuútgáfu sinni. Fyrirtækið hans kallaðist SG hljómplötur. Svavar Gests dó árið 1997, 70 ára gamall.
Í desembermánuði árið 1950 opnaði Fálkinn sérstaka hljómplötudeild sem ýtti undir frekari grósku í íslenskri tónlist.
Jazzinn hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af helstu áhrifavöldum nútímatónlistar allstaðar í heiminum.