Fyrir þá sem eru að fíla gítar þá finnst mér að þeir ættu að hlusta á mann sem hét Django Reinhardt. Þegar hann var krakki var honum gefin banjo og spilaði hann á hann til að afla sér einhverja tekna. En þá var hann ekki orðinn frægur og átti enþá heima í hjólhýsinu sínu því Mamma hans og Pabbi voru sígaunar. Svo þegar hann varð eldri tók hann stóra ákvörðun í lífi sínu og skipti banjóinu fyrir alvöru gítar. Það var ekki fyrr en þá sem að hann var frægur með ýmsum kvintetum í Frakklandi því áheyrandinn heillaðsit ávalt af þessum einföldu hljómum frá sígaunastráknum en svo eitthvað í kringum 1930 brann hjólhýsið hans og missti hann þá baugfingur og litla fingur vinstri handar. Þá varð hann þunglyndur í 3 ár. Þetta gat ekki gerst á betri tíma hann var svona rétt að byrja á blómaskeiðinu sínu. En Django hélt áfram að reyna og náði hann þessari þvílíku tækni með aðeins þremur puttum. Þá varð hann enþá frægari en hann hefði nokkurntíma getað orðið og spilaði hann af hjartans list allt fram í rauðan dauðan en rétt undir lokin á ferlinum hans byrjuðu Kanarnir á nýrri stefnu sem hét Bee-Bop og byggist hún meira á hraða og “troðslubreikum” (spila eins mikið á sem minnstum tíma). En hann réð eiginlega ekki við það. Þetta var svona í grófum dráttum ævisaga Django Reinhardts og hvet ég alla að fara niðrí Skífu og hlusta á manninn.
Góðar stundir,