Fínn útdráttur um Django. Get þó ekki verið alveg sammála þessu með bebopið.. Mér fannst það ekki sem verst hjá honum.
Mér finnst nauðsynlegt að benda á
http://www.djangojazz.is/ sem er heimasíða Django hátíðarinnar á Akureyri.
Svo finnst mér við hæfi að benda á þá sem fylgt hafa í kjölfar Django og spilað/þróað tónlistina enn meira. Þar má nefna Robin Nolan tríóið, Bireli Lagrene, Jimmy Rosenberg og Rosenberg tríóið. Því miður er mjög erfitt að nálgast þessa tónlist hér á Íslandi og ég skil ekki alveg af hverju ekkert af þessu er flutt inn. Hef þó séð nokkra diska með Rosenberg tríóinu í plötubúðum.