Sarah Vaughan
Fædd: 1924
Dáin: 1990

Þegar talað er um jazzsöngkonur er pottþétt að a.m.k. þrjú nöfn
poppi upp… þau eru Billie Holiday, Ella Fitzgerald og Sarah
Vaughan, en um Söruh ætla ég einmitt að fjalla í þessari grein.

Sarah er með færustu jazzsöngkonum sögunnar. Foreldrar hennar voru
tónlistarmenn og ólu hana upp í tónlist. Sjö ára fór Sarah að læra
að spila á píanó og tólf ára á orgel. En fljótlega vaknaði áhugi
hennar á söng og hún tók þátt í þekktri hæfileikakeppni sem hún vann
og var ráðin í hljómsveit sem annar píanisti og söngkona. Hæfileikar
Söruh voru greinilegir strax í byrjun. En svo fór Sarah og hóf sinn
feril sem sólósöngkona. Hún var mjög fær í að breyta
léttu poppi og “novelty” lögum í jazzlög. Hún var mikill swingari og
einnig góð scat söngkona. Sarah var í fremstu röðum söngkvenna í fjóra
áratugi (1940-1980) en vegna veikinda varð hún að draga úr framkomum og
giggum. Hún söng meðal annars með Dizzie Gilespie, Miles Davis, Count
Basie og mörgum öðrum af þekktustu og bestu jözzurum sögunnar.

Rödd Söruh hafði vítt tónsvið og hún réði vel við víbratóið og átti ekki
í vandræðum með að spinna. Hún gaf út margar plötur undir eigin nafni.


Ég hlustaði á disk með henni sem heitir Sarah Vaughan After Hours sem er
mjög rólegur og þægilegur í spilun. Ég sleppti ekki takinu af þessum disk
í fleiri vikur því aldrei varð ég þreytt á að hlusta á takta söruh fram og
aftur. Þessi diskur er tær snilld og fær ****+/*****

kveðja
umsalin