Nú víkjum við sögunni til ársins 2000 þegar ég var á leið út í til útlanda og var í fríhöfninni eins og hver annar Íslendingur í leit að góðum kaupum. Eins og hver annar bólugrafinn unglingur fór ég að afgreiðsluborðinu og spurði kallinn sem var að vinna hvort hann ætti ekki einhverja góða og slakandi plötu fyrir mig til þess að sofna við í flugvélinni. Hann fór eitthvert og kom síðan til mín með “kind of blue” plötu Miles Davis og sagði mér að þetta væri eitt af meistaraverkum sögunnar. Ég aftur á móti horfði á plötuna eins og hún væri barnaplata því að á því tímabili var ég harður rokkari…hversu blindur gat ég verið. Ári síðar skellti ég mér á plötuna og opnaði hana á svo miklum hraða að það hefði verið hægt að segja verkamannavegavinnuverfærageymsluskúr á þeim tíma. Ég skellti henni í drusluna mína og fór að hlusta. Tónlistin sem fór að dynja á eyrun á mér líktust málverki nema að það var engin málning og heldur engin pappír til að mála á, aðeins sál sem var búin að vera föst í klóm rokksins og var að koma úr meðferð vegna rokkfíkn.
Frá þeim degi var ekki aftur snúið og ég var fastur í klóm jazz-sins nema hvað jazz-inn var og er eitt af þessum ávanabindandi lyfjum sem eru góð og ég gæti ekki lifað án þess.
Jazz er fyrir mig það eina sem ég þarf fyrir lífsfyllingu. Ef ég fengi að vita eitt um framtíðina mína þá væri það hvort ég verð eða yrði hluti af jazz-menningu borgarins og heimsins því að ef mér tekst að ala að mér einhver jazz-lög þá held ég að mitt hlutverk í þessu lífi sé lokið.
Höldum jazz-inu ódauðlegu eins og það hefur verið. Við erum framtíðin í jazz menningu Íslands.
Takk fyrir
Dyggur stuðnigsmaður jazz =)
Lifi funk-listinn