Gerði tilkynningu um þetta en hef ekki fengið mikil viðbrögð, vonandi fær þetta meiri athygli svona.

Hann Arkímedes dró sig fyrir stuttu til hlés á áhugamálinu og því stend ég einn eftir. Það er í sjálfu sér ekkert mál enda lítið sem kemur hingað inn en ég vil fá nýtt blóð inn í stjórnun áhugamálsins enda hafa ferskir vindar ekki beint heiðrað okkur með nærveru sinni undanfarið.

Ég vil helst fá tvo nýja enda ætla ég að hætta um leið og eftirmenn finnast (eða svona næstum), hef ekki tíma í þetta enda í háskólanámi og þvílíku.

Þannig að hafir þú áhuga á að stjórna áhugamálinu, ert með hugmyndir að breytingum eða leiðum til að virkja jazz og blús aðdáendur alnetsins að þá er um að gera að sækja um, sem er gert hér: http://www.hugi.is/jazz/bigboxes.php?box_type=adminumsokn

kveðja
WoodenEagle