Úrslit Tiviunar

1. Spock með 151 stig
2. Bex með 130 stig
3. Arkimedes með 118 stig
4. Furduveran með 115 stig

Ég viðurkenni það að spurning 7 um Uncle Jam var mjög kvikindisleg og vafðist fyrir mörgum, einnig vafðist spurning 8 fyrir fólki.
Ég vil líka nota tækifærið og biðjast afsökunar á þessu klúðri með 19. öld sem átti auðvitað að vera 20. öld vona að enginn hafa fríkað út.

En hér er trivian ásamt svörum:

1.
Spurt er um mann. Maður þessi var upp á sitt besta á 3. og 4. áratug 19. aldar. Upptökur hans eru ekki í mjög góðum gæðum og surgar mikið í enn lögin eru þó ekki af verri endanum. Maður þessi er sá fyrsti til að nota krossgöturnar frægu til að betrumbæta hljóðfæraleik sinn og er í flokki bestu hljóðfæraleikara, á sínu sviði, í heimi. Maðurinn spilaði hráan blús. Leggsteinar hans eru fleiri en ein og fáir vita hvar hann er grafinn. Hver er maðurinn? Og nefnið 2 leiðir sem talið er að hafi banað honum. (15 stig)

Svar: Þetta er Robert Johnson, og til eru margar getgátur um dauða hans stunginn, skotinn, eitrað, sjúkdómur en sterkustu rökin eru blásýrueitrun.

2.
til að klára þessar mannaspurningar. Spurt er um mann. Maður þessi var uppi mestalla 19. öld og spilaði bebob á trompet. Hann hefur spilað með flestöllum stórum jazzleikurum síns tíma eins og Charlie Parker, Thelonious Monk, Miles Davis og fleiri. Hann hefur líka gefið út sólóplötur. Það sem gerir þennan mann sérstakan er líklega hans ýturvöxnu kinnar sem vöktu mikla athygli þegar hann spilaði og hvernig Trompetið hans var í laginu. Hver er maðurinn? (fullt nafn og listamannsnafn skipta máli) (15 stig)

Svar: John Birks Dizzy Gillespie oft kallaður Dizzy Gillespie

3.
Á hvaða hljóðfæri spilaði Paul Chambers og hvaða fræga jazzlag í smiðju Coltrane’s er samið til heiðurs honum? (15 stig)

Svar: hann spilaði á bassa og aðallega kontrabassa, lagið sem Trane samdi honum til heiðurs heitir því skemtilega nafni Mr. P.C

4.
Hvað er Blue Note og hvernig tengist það Jazzi? (10 stig)

Svar: þetta er fyrirtæki sem tók upp og gaf út jassplötur, þetta er kennt um fræga nótu sem hægt er að nálgast með því að læra t.d bluesskalan fræga, þeir sem sögðu að þetta væri nóta fengu rétt fyrir það

5 .
til að koma inná aðra tónlist sem er talin snerta þetta áhugamál. Hver samdi lagið ,, Man of constant sorrow” og nefnið 3 tónlistamenn sem spilað hafa lagið. (15 stig)

Svar: Dick Burnett samdi það og margir menn og konur hafa tekið það eins og Bob Dylan og Dan Tyminsky sem gerði það vinsælt í myndinni “O brother where art thou” sem er mjög svo góð mynd

6. (40 stig)
a) Hvenær fæddist Bob Dylan eða eins og hann heitir í alvöru Robert Zimmerman? (10 stig) Svar: 24. maí, 1941
b) Hvað heitir bókin sem hann gaf út fyrir stuttu? (10 stig) Svar: Chronicles: Volume One
c) hvað heitir fyrsta platan hans? (10 stig) Svar: Bob Dylan
d) Hvað heitir nýjasta platan hans? (10 stig) Svar: Modern Times

7.
nefnið 2 lög af plötunni Uncle Jam Wants You með hljómsveitinni Funkadelic (15 stig)

Svar: Freak of the week, uncle jam, holly wants to go to california, star spangled funky og fleiri

8.
spurt er um kvikmynd. Þessi kvikmynd kom út á 9. áratug 19. aldar. Hún fjallar um strák sem er “Prodigy” á gítar sem leggur af stað með willie Brown, munnhörpuleikara til Mississippi til að læra týnt lag frá ferli Robert Johnsons. Spurt er hvað heitir myndin og hvaða tveir vinsælir tónlistamenn koma fram í henni (20 stig)

Þetta er myndin Crossroads sem kom út árið 1986 og þessir tónlistamenn voru Steve Vai og Ry Cooder ekki Stevie Ray Vaughan né Willie Brown

9.
Frá hvaða borg er Jazzinn talin koma frá? (10 stig)

Svar: New Orleans er hann kenndur við en kemur frá fleiri stöðum og þróaðist allsstaðar


10.
Nefnið 3 íslenskar blúshljómsveitir og 3 íslenskar jazzsveitir
Svar
Jass: 6íjazz, Tepoki, Gammar, Útlendingahersveitin og fleiri
Blús: Johnny and the rest, blúsmenn Andreu, Vinir dóra, Ferlegheit

Takk fyri
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox