Ég dýrka bara þennan tónlistarmann og langar að vera með svona nett æviágrip hérna :P. þetta er allt skrifað eftir minni eftir að ég las: Ray Charles, Man and Music eftir Michael Lydon.
ég ábyrgist ekki að textinn séi villulaus og öllum er frjálst að leiðrétta mig ef þeir telja sig vita betur.
ég minnist líka viljandi ekkert á heróínneyslu Rays því mig langar að fjalla þroska hans sem tónlistarmann, ekki neysluna. Ef einhver hefur spurningar um það efni bara pm.
Hann fæddist í Greenville á Florida 23 sept. 1930. Mamma hans Aretha Williams hafði verið ættleidd af fjölskyldu sem samanstóð af gamalli konu, syni hennar og konu sonar hennar. Retha var bara vinnustúlka og stóð því ekki mikið í ástarsamböndum. Einn daginn tók fólk samt eftir því að hún var komin með óvenju stóra bumbu. Enginn skildi hver hefði barnað Rethu en þegar orðrómar höfðu gengið viðurkenndi Bailey Robinson (sonurinn) að hann ætti barnið. 9 mánuðum seinna fæddist Ray Charles. Ári seinna eignaðist Retha annan strák, George.
Æska Ray Charles var kannski ekki sú besta, margt gerði honum lífið leitt. Tvö hræðileg atvik áttu eftir að móta líf hans til frambúðar. Samt lifði hann mjög eðlilegu lífi til 6 ára aldurs. Hann sýndi strax mikinn áhuga á tónlist. Mr Pit, var maður sem átti litla kjörbúð í Greenville, hann átti píanó og spilaði sjálfur. Ray heyrði hann spila og kom hlaupandi inn. Pit tók því vel og setti strákinn á stólinn við hliðna á sér og upp hófst píanókennslan.
Einn dag voru hann (5 ára þá) og George (4 ára) að leika sér í hitanum að stórum vatnsbala eins og börn gera. George rak augað í pening á botni balans og stakk höfðinu ofan í og teygði sig eftir honum. eitthvað hefur komið honum úr jafnvægi því að hann gat ekki reist sig við. 5 ára gamall sá Ray Charles bróðir sinn drukkna.
Fjölskydan var rétt nýbúin að ná sér (svo mikið sem hægt er eftir slíkt atvik) þegar fjarsýni Rays, sem var þá 6 ára, byrjaði að dvína. hann sá alltaf styttra og styttra og slím safnaðist í kringum augun á honum. þegar hann var orðinn 7 ára missti hann svo alla sjón. Læknar telja líklegast að hann hafi fengið gláku.
7 ára blindur svartur strákur á tíma aðskilnaðar á sér ekki mikla möguleika utan síns heimilis og 23 október, '37 var hann sendur í sérskóla fyrir heyrnarlausa og blinda. Þar fékk Ray að rækta hæfileika sína, hann var það ákafur að kennarar refsuðu honum fyrir slæma hegðun með því að banna honum að spila á píanó skólans.
15 ára gamall bárust honum síðan tíðindi sem höfðu gífurleg áhrif á hann. Mamma hans hafði dáið úr matareitrun. Hann hoppaði strax upp í næstu lest og fór heim til að fylgjast með jarðarför móður sinnar. Mary Jane, Fyrrverandi kona Baileys var samt tilbúin að annast Ray. Meðan hann var í fríum heima í Greenville.
Þegar hann fór aftur í skólann var hegðun hans slæm. Hún versnaði og versnaði þar til drengurinn var rekinn úr skólanum. Hann fór samt ekki heim. Mary Jane hafði áður fyrr sagt honum frá vinkonu sinni í Jacksonville sem vann sem þerna. Hún vann hjá mjög góðri fjölskyldu sem var tilbúin að leyfa Ray að vera í auka herberginu þeirra. Hann kom þangað og var staðráðinn í að vinna sér inn fyrir gistingunni sem tónlistarmaður þótt að þau vildu engan pening fyrir að hýsa hann.
Hann fór að stúdera popp sem þá var t.d. blús. Þannig gat hann átt betri möguleika á “giggum” og meiri peningar í boði. Hann var eftir á og hélt ekki mikið í hina tónlistarmennina til að byrja með. Hinir gerðu líka í því að gera ýmis frávik frá venjulegri laglínu til að slá strákinn út af laginu, en eftir stuttan tíma gátu þeir með engu móti fellt hann. Þar byrjaði ferill hans sem starfandi tónlistarmaður. Hann byrjaði með 5$ á kvöld.
Hann var samt í Jacksonville bara í u.þ.b. ár og hélt þá í ferðalag með hljómsveit til Orlando.
Hér upphófst mikið flakk hjá Ray, milli hljómsveita og staða og tel ég það vera frekar leiðingjarnan lestur hér á huga (þeir sem vilja kynna sér það betur geta skoðað kafla 5-8 í hluta I í bókinni, hún er fáanleg til útláns á borgarbókasafninu tryggvagötu) þess í stað ætla ég að hoppa til þess þegar hann var skráður hjá Atlantic records, útgefandanum árið 1952.
Ray hafði alltaf fengið athygli fyrir það að geta beitt röddinni til þess að líkja eftir röddum frægra tónlistarmanna (t.d. Nat king Cole og Charles Brown). Hingað til hafði hann aðeins flakkað á milli klúbba og haldið uppi fjörinu þannig og komst því vel af með eftirhermum, en nú var hann kominn á blað hjá plötufyrirtæki og maður gefur ekki út tribute (svo ég tali nú góða íslensku) plötur.
Ahmet Ertegun, einn af eigeindum Atlantic records veitti þessu eftirtekt og ýtti undir sköpunargáfu Ray með því að hjálpa honum að finna sinn eigin stíl. Ray fór að berja í bakkana og vann mikið í því. Ahmet ýtti Ray af stað með því að segja honum frá laginu “mess around” sem hann hafði sjálfur samið. Lagið varð mjög fjörugt og var sennilega litið á þetta lag svipað og litið er á metal og mjög þungt rokk í dag.
Á þessum tíma hlustaði Ray mjög mikið á Gospel og hann fór að blanda blús og gospel. Hann tók til dæmis gospel lög og spilaði með öðrum rythma, meira blúskenndum og söng um ást, fegurð kvenna og djamm. Þetta fóstur Ray fékk nafnið Soul.
Ray var mjög umdeildur vegna þessa. Hann var sagður djöfladýrkandi, því hann tók orð manna til drottins og gerði það að klámi. Og gospel er heilagt, það er tjáningarmáti milli manna og hins almáttuga. Ray sagði samt að þetta væri síst af öllu guðlast, því hvað er fallegra en að elska aðra manneskju? Og skapaði guð ekki ástina?
Atlantic records gáfu út Soul tónlist rays og vinsældirnar ruku upp. Lagið “I got a woman” markaði mikla byltingu í tónlist og er í raun fyrsta Soul lagið til að vera gefið út.
She’s there to love me both day and night,
Never grumbles or fusses, always treats me right
Never running in the streets leaving me alone
She knows a womans place is in the home
Þessi textabútur úr “I got a woman” gefur góða hugmynd um hvernig bragur var á textum Rays. Í dag þykir þetta ekki svo gróf tónlist, en eigum við það Ray Charles að þakka? Feministar gætu samt farið að eipa yfir seinustu setningunni, en þeir eipa yfir flestu.
En aftur að lífi Rays.
Ray þroskaði tónlist sína mikið hjá Atlantic records og gerðist faglegri með hverjum degi. Hann var hjá þeim í 7 ár, 1952-1959, þar til ABC bankaði upp á með enn betra tilboð en Atlantic records gat boðið honum upp á. Hann skipti um framleiðanda en saknaði samt áranna hjá Ahmet og félögum.
Ekki er mikið að segja af árunum hans hjá ABC, nema að hann hélt áfram að verða vinsælli og vinsælli með ári hverju og varð heiðraður fyrir mörg afrek. Hann spilaði líka með mörgum þekktum tónlistarmönnum í gegnum tíðina, t.d. George Michael, Willie Nelson, Alicia Keys og margir fleyri.
Flestir ættu líka að þekkja lagið “Georgia on my mind”. Það lag var gert að Fylkissöng ríkisins um leið og Ray var heiðraður fyrir að hafa ekki viljað spila fyrir aðskildann hóp (þ.e. hvítir sér og svartir sér).
Ray dó svo 10 júní 04, heima hjá sér í beverly hills úr veikindum í livrinni. Mögulega tengd 20 ára langri heróínneyslu. Oft hefur verið sagt að hann hafi fengið krabbamein, en komið annað hefur komið fram.