Ég ætla ekki að tala um lögin sjálf, heldur tónleikanna og hluti sem mér fannst skondnir…
Við mættum á Café Rósenberg rétt áður en tónleikarnir hófust og náðum fínum sætum. Þeir fóru að stilla hljóðfærin og allt í einu byrja þeir að spila lag, veit ekki hvaða lag, mjög flott.
Tómas R. Tók svo míkrófóninn og kynnti hann tónlistarmennina, fyrst var það gítarleikarinn, sem ég man ekki nafnið á, Sammi (úr Jagúar), trommuleikarinn sem hét Einar Scheving, saxófónleikarinn (sem spilaði með Mezzoforte á menningarnótt) og svo kynnti hann sjálfann sig.
Saxófónninn = hvíti svertinginn
Einar Scheving, trommari = man ekki…
Sammi, básúna = George Clinton eða bara Sammi ( hann var í George Clinton bol )
Gítarinn = Eini gítarleikarinn á landinu sem spilar með 12 strengi
Tómas R. Bassi = ekkert 8-)
Þeir spiluðu svo annað Kúbulag og svo en annað.
Svo tóku þeir jazz/swing lag sem var mjög skemmtilegt, Sammi, saxinn og gítarleikarinn kunnu lagið greinilega ekki þarsem þeir hreyfðu sig ekki jafn mikið og fyrr, áður voru þeir eiginlega að dansa :P
Síðasta lagið fyrir pásu var frá nýju plötuni, held ég, Þeir gleymdu sér aðeins og spiluðu það í 15 mínótur…
Pásan kom og maður fór að fá sér kókglas, sem var mjög dýrt 0.o einsog ykkur sé ekki sama 8-)
Hann setti sígó í munninn og beygði sig að kertinu til að kveikja á því, segjir sig sjálft =P
Ég talaði við hann en því miður nennti mamma ekki með til að taka mynd…
Svo byrjaði seinni helmingurinn, og kom ekki Megas inn að fá sér einn kaldann með félögunum =D
En Tómas og co byrjuðu með lagi frá havana disknum,
Þeir gleymdu sér aftur en spiluðu samt ekki jafn lengi og seinast.
Kona kom inn, var hún ekki komin til að hitta Megas =D
En svo tóku þeir fleiri Kúbulög allveg þangað til að þeir voru búnir…
Tómas R. Bað okkur svo um að biðja hann um að spila annað lag :P
Við báðum hann um það og hann spilaði lag,
lagið var “Eineygði kötturinn” og þeir gleymdu sér en aftur, sem var gott, og spiluðu í 20 mínútur 0.o
Það var flott þótt að mér fannst plötusnúðurinn vanta,
Sólóið hjá þeim öllum voru í því lagi allveg stórkostleg, ég man sérstaklega eftir trommuleiknum.
Svo fór maður heim með þvílíka reykingjarfílu.
Mér finnst Jazz vera betri þegar hann er spilaður live, það er meiriháttar flott :P
Flottur staður, fólk búið að drekka of mikið, frábærir tónlistarmenn,
Ég gef þessum tónleikum 4 stjörnur * * * *
En núna er ég búinn að segja frá tónleikum sem ég fór á með honum,
Takk fyrir mig 8-)
I eat MCs like captain crunch