“Zappa Plays Zappa” í laugardalshöllinni 9. júní
Frá RR Ehf:
Nú er hljómleikaferð Zappa Plays Zappa hafin og voru fyrstu tónleikarnir haldnir í Heineken Music Hall í Amsterdam s.l. mánudagskvöld. Tónleikarnir tókust með eindæmum vel og komust færri að en vildu. Frank Zappa átti það til að halda mjög langa tónleika og hefur Dweezil sonur hans einnig erft þann góða eiginleika frá föður sínum því tónleikarnir stóðu yfir í rúma 3 tíma. Tónleikarnir hófust á 20 mínútna myndbandi sem tekið var á Roxy staðnum í Hollywood árið 1974, þar sem Frank Zappa og hljómsveit eru að stilla hljóðfærin. Samtímis er hljómsveit kvöldsins að samstilla sín hljóðfæri.
Að því loknu tóku þeir fyrsta lag kvölsins, Help I´m a Rock af fyrstu hljómplötu Zappa “Freak Out”. Meðal laga sem flutt voru þetta kvöld eru Pygmy Twylyte, Montana, Village Of The Sun, Sofa og City Of Tiny Lites. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Terry Bozzio ásamt meðtrommara og öðrum slagverksleikara fluttu verkið The Black Page.
Steve Vai fór á kostum í flutningi sínum í laginu Steve's Spanking sem Zappa samdi um hann. Terrry Bozzio var í aðalhlutverki í verkinu Punky's Whips en það verk flutti Zappa eingöngu þegar Terry var í hans hljómsveit.
Eftir þessa hljómleika tekur við ferð um alla Evrópu og lýkur henni á Íslandi með tónleikum þann 9. júní.
Hér eru tvær myndir teknar af köppunum í Amsterdam:
http://www.restingmind.com/pics/Zappa_Plays_Zappa/Stage.jpg
http://www.restingmind.com/pics/Zappa_Plays_Zappa/Steve_Vai.jpg
Miðasala er á eftirtöldum stöðum og er miðaverð 4900kr í stæði, 5900kr í sæti.
Mál og menning, Laugavegi 18
Penninn Glerártorg Akureyri
Hljóðhúsið Selfossi
Hljómval Keflavík
Tónspil Neskaupsstað
http://www.citycentre.is
Frekari upplýsingar má finna á http://www.rr.is
Með bestu kveðju
RRehf