Þrátt fyrir ungan aldur og ótrúlega hæfileika var ekkert gefið. Samkeppnin í bransanum var hörð þarna í Kansas þegar að menn eins og Ben Webster komu fram á sama tíma. Þegar að Charlie kom fyrst fram á High Hat klúbbnum í Kansas þá kláraði hann sig eftir aðeins hálft sólóið í Body and Soul og þurfti að hætta. Hann spilaði ekki á saxafóninn í þrjá mánuði eftir að trommarinn Jo Jones hafði kastað simbal að honum til þess að segja honum að fara af sviðinu. Í stað þess að bugast þá var þessi reynsla bara hvetjandi fyrir hinn unga og metnaðarfulla Parker sem æfði sig oftar og lengur en hann hafði gert áður.
Parker þurfti að lifa þannig að hann fékk sér vinnu. Á þeim tíma byrjaði hann að æfa samspil með píanóleikaranum Carrie Powell. Átján ára gamall gekk hann til liðs við hljómsveit Jay McShann og þá var hann orðið svoldið nafn í jazz heiminum.
Nítján ára fór hann í fyrsta sinn til New York og heillaðist af tónlist Big Apple. Tuttugu og eins árs gamall eða árið 1941 hljóðritaði hann fyrstu plötu sína. Á henni voru lög eins og Sepian Bounce, Jumpin' Blues og Lonely Boy Blues. Þá loksins var hann ekki lengur bara þekktur í jazz heiminum því að sögur af honum fóru að breyðast út um allt landið.
Í seinni heimstyrjöldinni kynntist hann Dizzy Gillespie, ungum trompetleikara með hrikalegann hljóm og skap einnig. 1942 flutti hann til New York og með píanóleikaranum Thelonius Monk byrjaði hann að spila bebop. Um 1945 hafði bebop breyðst vítt út um Bandaríkin frá New York og var Parker þá með sína eigin hljómsveit. 1946 spilaði hann á LA Philharmonic.
Allan þennan tíma sem hann hafði verið að vinna sig upp einkenndist lífsstíll hans af óhóflegri eiturlyfja og áfengisnotkun.
Þegar að hann sneri aftur til fyrra lífs, fór hann að taka upp með Errol Garner. New York búar voru allir á kafi í jazzinum og stofnaði Charlie band með engum öðrum en Miles Davis, ungum trompetleikara og Max Roach sem spilaði á trommur. Það var með þessu bandi sem Parker sló í gegn.
Allt gekk upp og Parker fór að túra og spilaði á festivali í París og fylgdi því eftir með ferð til Skandinavíu 1950. Sama ár spilaði hann með strengjasveit til þess að ná meiri vinsældum. Einhvernveginn misheppnaðist það en fólk kunni ekki vel að meta það að blanda jazzi inn í klassíska tónlist.
Hann spilaði inná tvær plötur á árunum 1945 – 48 fyrir tvö útgáfufyrirtæki. Fyrri fyrir Savoy og á þeirri plötu voru m.a. Now's the Time og Billie's Bounce og á seinni fyrir Dial var m.a. Scrapple from the Apple og Ornithologi.
Seinustu tónleikar hans voru árið 1955 á Birdland klúbbnum sem var skírður eftir honum. Hann spilaði með píanóleikaranum Bud Powell og bassaleikaranum Charlie Mingus sem fóru nú í hasti af sviðinu vegna einhverra deilna. Charlie var leiður og nánast þunglyndur eftir margra ára notkun vímuefna og var búinn að eyðileggja líkama sinn. Parker ákvað að halda eitt gig í viðbót og spilaði með vini bebopsins Baroness de Koenigswater. Átta dögum eftir þetta gig var Parker fundinn dáinn á hótelherbergi sínu.
Charlie Parker
Music is your own experience, your thoughts, your wisdom. If you don't live it, it won't come out of your horn.
Heimildir fengnar úr bók sem heitir In Session with Charlie Parker sem er bók með lögum eftir hann sem ég hef mikið verið að spila upp úr sjálfur.
Vona að þetta komi vel út. Skrifaði þetta aðallega í word en setti inn skáletrnir og svona hérna.