Ath. þetta er svona stiklað á stóru af heimasíðunni hans.
—————————————-
Armando Anthony Corea heitir hann fullu nafni og er fæddur 12. júní 1941 í Chelsea, Massachusetts. Fjögurra ára byrjaði hann að læra á píanó. Horace Silver og Bud Powell höfðu snemma mikilvæg áhrif á leik hans en einnig veitti aðgangur að verkum Beethovens og Mozarts honum innblástur í tónlistarsköpun sinni. Fyrsta stóra giggið spilaði hann með Cab Calloway áður en hann fór að spila í Latin hljómsveitum undir forystu Mongo Santamaria og Willie Bobo(1962-63). Í kjölfarið spilaði hann með trompetleikaranum Blue Mitchell(1964-66), flautuleikaranum Herbie Mann og saxafónleikaranum Stan Getz. Þar á eftir tók hann upp sína fyrstu plötu undir eigin stjórn árið 1966 en hún heitir “Tones for Joan´s Bones”. Á þessum tíma var hann einnig að spila á plötum með Cal Tjader, Stan Getz, Donald Byrd og Dizzy Gillespie.
Eftir að Corea hafði verið í félagskap með Sarah Vaughan árið 1967 fór hann í stúdíó árið 1968 með Miroslav Vitous á bassa og Roy Haynes á trommur og tríóið tók upp plötuna “Now he sings, now he sobs” en sú plata er nú talin klassík. Haustið ´68 tók Corea við af Herbie Hancock í Miles Davis´ band og spilaði á Fender Rhodes á plötunni “Filles de Kilimanjaro”, sem þótti marka nýja ferska stefnu í jazzinum. Á milli ´68 og ´70 spilaði hann einnig á Miles Davis plötunum “In a silent way”, “Bitches Brew”, “Live-Evil” og “Live at the Fillmore East”. Corea hætti svo í hljómsveitinni ásamt bassaleikaranum Dave Holland og stofnuðu þeir kvartettinn Circle sem tók upp þrjár plötur þó hann hafi starfað saman í stuttan tíma. Eftir það hélt Corea enn í nýja átt og á tveimur dögum í apríl 1971 tók hann upp “Piano Improvisations” 1 og 2 sem þóttu fyrstar gefa til kynna að sóló-píanóleikur kæmist í tísku.
Þegar leið að enda ársins 1971 stofnaði Corea fyrstu útgáfuna af Return to Forever, með Stanley Clarke á kontrabassa, Joe Farrell á sópran saxafón og flautu, Airto Moreira á trommur og slagverk og konan hans Airto, Flora Purim sá um söng. 2. og 3. febrúar árið ´72 tóku þau upp sína fyrstu plötu sem hét einfaldlega “Return to Forever”. Í september sama ár héldu þau aftur í stúdíóið og tóku upp klassíkina “Light as a Feather”, sem er safn jazzlaga með brasilískum áhrifum. Árið 1973 hafði Return to Forever skipt um stefnu. Með rafgítarleikaranum Bill Connors og trommaranum Lenny White var hljómsveitin í stakk búin til að snúa sér kröftuglega að bræðingi(fusion). Þeir tóku upp plötuna “Hymn of the Seventh Galaxy” sem eins og skot skipaði þeim á stall með eldheitum bræðings-sveitum á borð við Mahavishnu Orchestra og Larry Coryell´s Eleventh House o.fl.. Sumarið 1974 kom svo hraðadjöfullinn Al Di Meola inn í hljómsveitina í stað Bill Connors á gítar. Nú voru þeir orðin kraftmikil og orkurík jazz-rock sveit og leiddu hjarðir rokkaðdáenda inn í jazzheiminn með plötum eins og “Where Have I Known You Before”(1974), “No Mystery”(1975) og “Romantic Warrior”(1976) en sú síðastnefnda hlaut GRAMMY® verðlaun það ár. Á sama tíma pungaði Corea einnig út tveimur persónulegum plötum, “The Leprechaun”(´75) og flamenco plötunni “My Spanish Heart”(´76).
———————————————-
Þarf víst að hætta að drolla í vinnunni og því verður þetta að duga.