Hérna er ein grein sem ég gerði einu sinni og datt í hug að skella henni hérna inn!
Bara enjoy.
Stephen Ray Vaughan fæddist 3 Október í Dallas í Texas 1954.
Hann og bróðir hans Jimmie Vaughan voru báðir frábærir blúsarar.
Vinur Jimmies var fyrstur til að segja Stevie að hann væri mjög góður að spila og það veitti honum innblástur til að halda áfram á gítar.
Mamma hans og pabbi reyndu að binda enda á “feril” hans og hann fór þá að vinna á matarstað.
Einu sinni þegar hann var að vinna datt hann ofan í tunnu fulla af feiti og hugsaði þá: “Ég nenni þessu ekki lengur, ég ætla að fara að spila á gítar aftur”.
Seinna fer hann í hljómsveitina Krackerjack en hættir snemma því söngvarin ákveður að þeir ættu að vera málaðir á sviði.
Í Texas finnur hann ‘59 Fender Stratocaster sem hann kallar Number One og hann var uppáhaldsgítarinn hans sem hann notaði mest enda flagnaði næstum öll málinginn af honum.
1982 spilaði hann með hljómsveitinni Double Trouble í Svíþjóð og meðal áhrorfenda var David Bowie. Hann bað hann um að spila á Let’s Dance albumið hans. Eftir það bauð Jackson Browne honum fría upptöku í hljóðverinu sínu þar sem hann tók upp Texas Flood diskinn með Double Trouble sem var fyrsti diskurinn þeirra sem vann marga titla t.d. besti blús diskur og besti rokk hljóðfæraleikur 1983. Það ár var hann líka í öðru sæti sem besti blúsleikari á rafmagnsgítar (vann meiri sega engan annan en Eric Clapton) á eftir Jeff Beck.
Stevie Ray Vaughan var í mörgum hljómsveitum um æfina t.d. Cast of Thousands, Krackerjack, Blackbird, Paul Ray and the Cobras, Double Trouble.
Hann spilaði líka með mörgum tónlistarmönnum t.d. bróður sínum Jimmie Vaughan, Jeff Beck, Eric Clapton, Doyle Bramhall, Buddy Guy o.fl.
Í Ágúst 1990 dó hann ásamt þrem félögum Eric Claptons í þyrluslysi þegar þyrlan lenti í þoku og klessti á lítið fjall.
Ég er nýlega búinn að kynnast tónlist Stevie Ray Vaughan og ég varð strax heillaður því hann er einn besti blúsari að mínu mati fyrr og síðar!