Jaco Pastorius fæddist í Ft. Lauderdale þann 1. des 1951. Hann var skírður John Francis Anthony Pastorius III en pabbi hans tók upp þann sið að kalla hann Jocko eftir hafnaboltaleikmanninum Jocko Conlan. Hann hélt því nafni svo til dauðadags, þótt hann hafi bersýnilega breytt því örlítið.
Jaco var alltaf óvenju hæfileikaríkur sem barn og varð mjög hæfur í flestu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka oft talinn mjög góður í flestum íþróttum og hafði sérstaklega gaman að (amerískum)fótbolta, körfubolta og hafnabolta. Hann lærði einnig tónlist allt frá unga aldri á meðan hann stundaði íþróttirnar og var að læra á trommur fram að 15 ára aldri.
Jaco var alltaf talinn mjög hrokafullur sem barn og var það sérstaklega áberandi þegar hann var að spila íþróttir. Hrokagirnin í honum var reyndar óbeint til þess að hann hætti að spila á trommurnar. Þannig segir sagan að þegar hann var eitt sinn að spila fótbolta með vinum sínum hafi einhver krakki ætlað að kenna honum smá lexíu. En þessi “lexía” endaði víst með því að Jaco handleggsbrotnaði og þurfti því að leggja trommurnar á hilluna. Ég þarf nú varla að taka það fram hvaða hljóðfæri kom í staðinn.
Hann gekk svo til liðs við fyrstu hljómsveitina sína, Las Olas Brass, u.þ.b. árið 1960. Sú hljómsveit sérhæfði sig í því að covera fræg lög eftir tónlistarmenn á borð við Arethu Franklin, Wilson Prickett, James Brown og fleiri.
Tónlistarferill hans byrjaði samt aldrei fyrir alvöru fyrr en árið 1974. Það ár gaf hann út sína fyrstu plötu sem bar nafnið Jaco. Hún var reyndar live plata og hlaut því ekki mikið lof gagnrýnenda. Eða reyndar bara ekkert. Það var samt ekki eina afrekið hans það árið, þótt að það hafi verið það eina sem nokkur tók eftir. Hann spilaði nefnilega líka inn á plötuna Party Down. Reyndar kom hann bara fram í einu lagi, I Can Dig It Baby. En jæja, það var þó eitthvað.
Árið 1975 spilaði hann einnig inn á tvær plötur. Önnur var plata eftir Iru Sullivan, sem bar nafn eftir listamanninum. Á henni spilaði hann einnig bara í einu lagi. Hin platan var Bright Size Life með Pat Metheny. En á henni fékk hann að spila í heilum tveim lögum.
1976 var svo mun blómlegra ár fyrir Jaco þar sem hann gaf út fyrstu stúdíó plötuna sína, Jaco Pastorious. En hún hefur lengi verið talin besta bassa plata sem nokkurtímann hefur verið tekin upp. Það sama ár gekk hann svo til liðs við hljómsveitina Weather Report, en með henni sló hann í gegn og breytti með því djass heiminum til eilífðar. Hann gaf líka út sína fyrstu plötu með þeim það ár, Black Market, auk þess að spila inn á helling af smáverkefnum eins og árin áður.
Næstu þrjú ár var Jaco svo alveg í blóma ferilsins og spilaði inn á fjórar plötur með Weather Report. Þetta eru þær:
Heavy Weather
Mr. Gone (ein af verstu plötum hljómsveitarinnar)
8:30 (snilldar live plata)
Night Passage.
Eftir að hafa spila á alls fimm plötum með Weather Report fór að halla undan fæti hjá Jaco og var hann í kjölfar þess rekinn úr hljómsveitinni. Hann fór að eiga við bæði líkamleg og geðræn vandamál að stríða sem að versnuðu bara með enn frekari aukningu eiturlyfja. Snilldar tónlistarframkoma hans versnaði einnig til muna vegna þessara vandamála.
Á þessum tímum (80-87) var hann mikið í því að spila á næturklúbbum og slíkum stöðum í Ft. Lauderdale og New York. Þar lenti hann í mörgum skammarlegum atvikum eins og t.d. lenti hann oft í slag uppi á sviði. Þannig atvik gerðu hann að einhverskonar útlaga í tónlistarheiminum og voru bara til þess að auka fíkniefnaneyslu hans til muna.
Þann 11. september 1987 reyndi hann svo að lauma sér inn í The Midnight Bottle Club í heimabæ sínum. Það komst svo upp um hann í þessum aðgerðum og lenti þá í höndum útkastara sem var þjálfaður í ýmsum bardagalistum. Hann barði hann svo í dá. Jaco lést 10 dögum seinna, aðeins 35 ára að aldri.
Heimildir:
allmusic.com
wikipedia.org
jacopastorius.com