Hans leiðtogaár sem konungur Blús tónlistar hafa varað jafn lengi og þau ár sem aðrir konungar hafa ráðið völdum hér á jörðu. Ennþá tekst þó B. B. King bera titil sinn vel. 80 ára að aldri er hann enn fótafimur , syngjandi og spilandi af mikilli ástríðu. Tíminn hefur engin áhrif á B.B. önnur en að vinsældir hans haf aukist með hverju árinu sem lýður. Ekki leita af honum á einhverskonar elliheimili, leitaðu frekar af honum á götunni, spilandi fyrir fólk, leikandi í sjónvarpsauglýsingum eða takandi upp tónlist fyrir næstu plötu sína. B.B King er eins lifandi og tónlistin sem hann spilar , og þakklátur heimurinn fær einfaldlega ekki nóg af honum.
Í meira en hálfa öld hefur, Riley B. King – betur þekktur sem B.B. King – skilgreint blúsinn fyrir alheims-áhorfendur. Síðan hann byrjaði fyrst að taka upp tónlist á fjórða áratug tuttugustu aldar , hefur hann gefið út fimmtíu plötur og margar af þeim eru taldar klassískar. Hann var fæddur 16. September 1925 í bænum Itta Bena í Missisippi. Þegar hann var ungur spilaði hann gjarnar á götuhornum, og stundum spilaðu hann jafnvel í fjórum bæjum yfir eina nótt.Árið 1947 ferðaðist hann á puttanum til Memphis til að fylgja tónlistarferli sínum eftir. Memphis var sá staður þar sem allir mikilvægir tónlistarmenn frá suðurhlutanum löðuðust að þar ríkti einnig stór tónlistar samfélag þar sem alla Afríska-Ameríska músik stíla var hægt að finna. B.B. dvaldi hjá frænda sínum Bukka White einum farsælasta blús flytjanda á þeim tíma, en það var einmitt hann sem kenndi B.B. meira um blús listina.
Fyrsta tækifæri B. B. King kom árið 1948 þegar hann kom fram í útvarpsþætti Sonny Boy Willamson’s á útvarpsstöðinni KWEM. Þetta leiddi til þess að hann varð ráðinn til að spila á Sixteenth Avenue Grill í nokkurn tíma og sienna fékk hann sinn tíu-mínútna þátt á “blökkumanna” útvarpsstöðinni WDIA. Þátturinn hans sem kallaðist “King’s Spot” varð svo vinsæll að hann varð lengdur og fékk þá nafnið “Sepia Swing Club”. Eftir þetta reyndi B. B. að finna upp á grípandi nafni fyrir sig í útvarpinu. Hann byrjaði á því að kalla sig Beale Street Blues Boy sem styttist síðan niður í Blues Boy King , sem varð að lokum að B. B. King.
Um miðjan sjötta áratug 20 aldar, þegar B. B. var að spila á balli í Arkansas, ollur nokkrir aðdáendur hans vandræðum. Tveir menn byrjuðu að slást sem varð til þess að þeir hrintu olíulampa á hliðina sem leiddi til þess að það kviknaði í salnum. B. B. og allir aðrir í salnum hlupu út, en síðan áttaði B.B. sig á því að hann hafði skilið sinn heittelskaða 30 dollara gítar eftir, þannig að hann fór aftur inn í eldhafið til að sækja gítarinn og rétt slap við það að drepa sig. Þegar hann uppgötvaði það að mennirnir tveir sem slógust höfðu verið að slást útaf konu sem hét Lucille, ákvað hann að skíra gítarinn í höfuðið á henni til að minna sig á að gera ekki heimskulega hluti eins og að slást út af konu. Síðan þá hafa allir sérstakir “B.B. King” Gibson gítarar verið kallaðir Lucille.
Stuttu eftir að hann kom með sinn fyrsta smell “Three O’Clock Blues ” byrjaði B.B. að túra um allt landið.Árið 1956, spilaði B. B. og hljómsveitin hans ótrúlega, 342 tónleika. Eftir að hafa spilað frá litlum smábúllum upp í risa rokk hallir, er B.B. nú orðinn frægasti blús tónlistarmaður síðastliðin fjörtíu ár, bæði þjóðlega og alþjóðlega.
Í gegnum árin hefur B.B. þróað einn mest þekktasta gítarstíl sögunnar. Hann hefur fengið lánaða tækni frá mönnum eins og Blind Lemon Jefferson, T-Bone Walker og fleirum, sameinað það við nákvæmu og flóknu strengja beygjurnar og vinstri handar sveiflurnar sínar, sem hafa orðið ómissandi einingar í orðasafni rokk-gítarleikara. Hagsýni og takt-talning hans hefur verið leitt til þess að B.B. King varð fyrirmynd þúsunda tónlistarmanna t.d. Eric Clapton og George Harrison. B.B. hefur blandað saman hefðbundnum Blús við Jazz-tónlist, Swing-tónlist, popp-tónlist og öðrum tónlistarstefnum og skapað þennan einstakan hljóm. B.B. segir að þegar hann syngi þá spili hann í huganum, og svo þegar hann hætti að syngja spili hann á gítarinn.
Árið 1968 spilaði hann á hátíðum eins og“ Newport Folk Festival” og “Bill Graham’s Fillmore west” en þar spiluðu ásamt honum allra heitustu rokk listamenn síns tíma, en þeir dýrkuðu B.B. og hjálpuðu honum að kynna sig fyrir hvítum ungum áhorfendum. Árið 1969 völdu Rolling Stones B.B. til að opna stóra tónleika sem Tina Turner spilaði meðal annars á.
B.B. varð vígður inn í “Blues Foundation Hall” árið 1984 og síðan inn í “Rock And Rall Hall Of Fame” árið 1987. Hann hlaut NARAS' Lifetime Achievement Grammy verðlaunin árið 1987. Hann hlaut einnig doktorsgráður úr ýmsum háskólum. Árið 1992 veitti svo Háskólinn í Missisippi honum verðlaunin “National Award of Distinction”.
Árið 1991 , opnaði staðurinn B.B. King’s Blues Club á Baele Street í Memhis, og árið 1994 var annar klúbbur opnaður í Universal CityWalk í Los Angeles. Þriðji klúbburinn opnaði síðan á Time Square í New Yourk árið 2000. Að lokum opnuðu svo tveir klúbbar í Foxwoods Casino í Connectiut árið 2002. Árið 1996 kom svo út bókin “Blues All Around Me”, sem innihélt sjálfsævisögu B.B. King.
B. B. spilar nú að meðaltali 250 tónleika á ári í kringum allan hnöttinn. Klassísk lög eins og “Payin' The Cost To Be The Boss,” “The Thrill Is Gone,” How Blue Can You Get,“ ”Everyday I Have The Blues,“ og ”Why I Sing The Blues" eru orðin undirstaða tónleika hans. Yfir árin hefur Grammy verðlaunahafinn náð tveimur R&B “Fyrsta sætis lögum”, það eru lögin Three O’Clock Blues frá árinu 1951 og “You Don’t Know Me” frá árinu 1952. Einnig hefur hann náð fjórum R&B “Annars sætis lögum” en það eru lögin “Please Love Me” frá árinu 1953, “You Upset Me Baby” frá árinu 1954, “Sweet Sixteen Part I” frá árinu 1960 og lagið “Don’t Answer The Door Part I” frá árinu 1966. Allra vinsælasti smellur B.B. myndi þá vera lagið “The Thrill is Gone” frá árinu 1970.
Heimildir: wwww.bbking.com