Keith Jarrett
Píanistinn Keith Jarrett fæddist 8. maí árið 1947 í Bandaríkjunum. Við sex ára aldurinn var KJ greindur sem snillingur í greindarvísitöluprófi. Á aldrinum 9-11 var hann farinn að spila sem atvinnumaður á ýmsum stöðum og þá klassíska tónlist. Hann þótti afbragðs píanóleikari. Jazzinum átti hann eftir að kynnast seinna. Þegar Keith sá önnur hljóðfæri lærði hann fljótlega á þau og þess má geta að KJ er afbragðs soprano saxophone leikari og svo hefur hann spilað á trommur og gítar.

Jazz ferill hans byrjaði þegar trommarinn Art Blakey sá hann spila á Village Vanguard klúbbnum. Art Blakey réð hann samstundis í hljómsveit sína, New Jazz Messengers.

Seinna spilaði KJ með Charles Lloyd Quartet sem var vinsælasta Jazz hljómsveitin í Evrópu á þeim tíma þegar Bítlarnir voru enn saman og Jazz hafði minnkað snarlega í vinsældum.

Næsti áfangastaður í ferli hans var þegar hann spilaði með trompetleikaranum fræga Miles Davis. Miles heillaðist af spilamennsku Keiths og sagði að KJ væri besti hljómborðsleikarinn sem hann hafði haft. Miles var á þessum tíma að gera tilraunir með einhvers konar avant garde fusion jazz rock. Nærvera KJ í bandinu hafði mikil áhrif á þá. Keith var þó í fyrstu ekki sáttur við að spila á hjómborð, píanóið var hans hljóðfæri. Hann kallaði hljómborðið: “Electronic Toy”.

Þegar Keith yfirgaf Miles þá má segja að hann hafi byrjað að gera sína eigin hluti. KJ gerði sína fyrstu sólóplötu í Noregi árið 1972 og kallaðist hún Facing You. Fyrsta hljómsveitin þar sem Keith var fyriliði (leader) var kvartett með þeim Dewey Redman á tenór saxophone, Charlie Haden á bassa og Paul Motian trommara. Þessi kvartett var kallaður The American Quartet því seinna átti eftir að koma European Quartet. The American Quartet spiluði Avant-Garde tónlist sem ég er ekki mikið fyrir.

Það sem gerði Keith Jarrett mest frægann voru improviseruðu sóló konsertarnir (eins manns spuna tónleikar á flygil). Einn af þessum konsertumm var The Köln Concert sem er mest selda platan hans og er líka ein af frægustu Jazz plötum í heimi. Hún er álíka vinsæl og Kind of Blue með Miles Davis og Time Out með Dave Brubeck. Platan var bylting í tónlist enda er þessi plata ótrúlega falleg.

Árið 1974 stofnaði Jarrett The European Quartet með þeim Jan Garbarek á tenor saxophone, Palle Danielsson á bassa og Jon Christensen á trommur. Tónlist þeirra var meira “mainstream” og melódískari heldur en Ameríski kvartettinn.

Keith Jarrett yfirgaf aldrei klassísku tónlistina og hefur hann spilað klassík með jazzinum í mörg ár. Hann hefur meðal annars spilað verk eftir Bach, Mozart, Shostakovich, Stravinsky auk þess sem hann hefur samið klassísk verk sjálfur. Þegar ég horfði á DVD-diskinn, Keith Jarrett: The Art of Improvisation, þá sá ég klippu þar sem hann og Chick Corea spiluðu Double Concerto á píanó eftir Mozart. Það var magnað að horfa á það.

Þá er komið að uppáhaldinu mínu, The Standards Trio. Sú hljómsveit er auðvitað skipuð Keith Jarrett á pianó, Gary Peacock á kontrabassa og Jack De Johnette á trommur. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa einhvern tíman spilað með Miles Davis enda eru þeir allir frábærir tónlistarmennn. Í þessu tríó þá taka þeir Jazz standarda eða bara lög úr því sem þeir kalla The Great American Songbook. Þeir hafa gefið út helling af diskum með frábærum lögum. Alltaf er KJ jafn frjór enda er hann í mínum augum besti improviser í heimi. Oft hefur líka verið talað um að þetta sé besta píanó tríó í heimi. Þess má til gamans geta að núna í júlí þá er ég að fara á tónleika með þeim í Antibes, Frakklandi.

Keith Jarrett hagar sér mjög undarlega þegar hann spilar á hljóðfærið sitt, flygilinn. Hann emjar, öskrar, hoppar, stappar, klappar, beygir sig og dansar á meðan hann spilar. Þess vegna er mjög skrautlegt að sjá hann spila. Myndin sem fylgir greininni er mjög lýsandi fyrir hegðun hans þegar hann spilar.

Keith Jarrett er magnaður píanóleikari sem hefur gert allt sem píanóleikari gæti mögulega gert á ferli sínum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna. Í fyrra fékk hann Polar Price Award veitt af Svíakonungi. Einu Jazz tónlistarmennirnir sem hafa fengið þessa viðurkenningu eru þeir Keith Jarrett og Miles Davis, en venjulega eru verðlaunin aðeins veitt klassískum tónlistarmönnum.

Ég mæli með eftirtöldum diskum:

KJ með The New Jazz Messengers:
Buttercorn Lady

KJ með Miles Davis:
Live-Evil

The American Quartet:
The Survivors Suite

The European Quartet:
Nude Ants
Treasure Island
My Song
Belonging
Personal Mountains

Sóló konsertar/plötur:
Facing You
The Köln Concert
Radiance
La Scala

The Standards Trio:
Still Live
Standards in Norway
The Cure
Live at the Blue Note
At the Deer Head Inn
Bye Bye Blackbird
Up for it
Standars Vol. 1
Standars Vol. 2
Whisper Not

Ef þið viljið vita eitthvað meira um diskana þá getið þið flett þeim upp á http://www.allmusic.com