Ákvað að skrifa smá um meistaran Ray Charles bara svona stutt og laggott þar sem myndin “Ray” er í bío.
Ray Charles Robinson(breytti seinna nafninu vegna ruglings við meintan boxara) Fæddist í Albany, Georgíu árið 1930, 23 september.
Þegar Charles var bara ungabarn flutti fjölskyldan hans Greenville, Florida.
Fjölskylda hans var mjög fátæk “Talk about poor, we were on the bottom of the ladder.” Sagði Ray Charles eitt sinn í viðtali.
Yngri bróðir Charles, George drukknaði þegar Ray var aðeins 5 ára, atburður sem Ray varð vitni af ,George hafði dottið ofan í baðið: Ray Reyndi að ná honum upp en hann var of þungur sagði hann við fréttamann.
Ekki mikið seinna eftir atburðin byrjaði Charles að missa sjónina. Þegar hann var u.þ.b 7 ára var hann algjörlega blindur en móðir hans var ákveðinn
og þegar læknarnir sögðu henni að sjónin hans myndi ekkert batna og verða bara verri byrjaði hun strax að kenna honum á hvernig hann ætti að bjarga sér og hvar allt væri og hvernig hann gæti fundið hlutina o.s.frv.
Hann Var búinn að spila Píanó frá því að hann var 3 ára. Í 1937 byrjaði hann í St.Augstine skóla fyrir heyrnalausa og blinda og byrjaði að æfa klassískt píanó og Klarinet, og lærði að skrifa og lesa tónlist í “braille”. Báðir foreldrar hans dóu þegar hann varð 15 ára.
Á þeim aldri hættti hann í skóla og byrjaði í svokölluðum “dans hljómsveitum” í Florida, flutti svo til Seattle þar sem hæfileika keppni leiddi til þess að hann fekk vinnu að spila á “Elks Club”. Hann Stofnaði Mcson Tríoið með tveimur öðrum tónlistarmönnum – Hópur þar sem fyrimyndin var Nat king Cole jazz hópurinn. Fljótlega eftir það flutti þeir til Los Angeles þar sem þeir tóku upp fyrsta “single”-inn þeirra “Confessions Blues” sem Ray Charles Skrifaði.
í byrjun 1950 létu tríoið frá sem marga “singles” ( veit ekki hvað maður segir á islensku ) meðal annars “Baby Let me hold your hand” sem hitti á U.S R&B listan.
Árið 1952, Atlantic Records buðu honum samning og hann byrjaði að taka upp lög á fullu og fór í tónleikaferðalög.
Fyrsta almennilega auglýsingin hans kom árið 1953 þegar hann spilaði píanóið á Guitar Slim's “ The ”Things that you used to do " Sem seldist í meira en í milljón eintökum.
Ákveðið að hætta núna svona rétt áður en hann varð frægur. Skrifa meira seinna ef þið viljið. Um Framhald frægð og hvernig fór um hann.
Hef ekki enþá séð myndina en langar mjög.
endilega segið ykkar skoðun. :)