Siggi Flosa Sigurður Flosason

Lærði við Tónmenntaskólann í Reykjavík 1969-78 og Tónlistarskólann í Reykjavík 1978-83. Einleikarapróf á saxófón 1983. Einnig nám í Tónlistarskóla F.Í.H. 1980-82. Framhaldsnám við Berklee College of Music 1982 og Indiana University 1983-88. Lauk B.M. prófi þaðan 1986 og M.M. prófi 1988, bæði í klassískum saxófónleik og jazzfræðum. Einkanám hjá George Coleman í New York 1988-89. Hefur starfað í ýmsum jazzhljómsveitum, leikið inn á plötur, spilað á jazzhátíðum víða um lönd og tekið þátt í mörgum erlendum samstarfsverkefnum. Sigurður hefur komið fram sem einleikari með Íslensku hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig leikið með kammersveit Reykjavíkur og Caput, unnið við leikhús, útvarp og sjónvarp. Formaður jazzdeildar F.Í.H. frá 1989. Kennari við barna- og unglinga- lúðrasveitir Reykjavíkur og Tónlistarskóla F.Í.H. 1982-83. Aðstoðarkennari við Indiana University 1986-87, kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og yfirkennari við Tónlistarskóla F.Í.H. frá 1989.

A.T.H. - Tekið af www.tono.is