Ég hef verið mjög latur við að hlusta á jazzinn núna uppá síðkastið, gæti verið vegna þess að mér finnst hann of rólegur. Ég var að spá, vitiði um einhvern fjörugan jazz?
Hvaða jazzurum mælið þið líka með? Ég er samt aðalega að leita af fjörugum jazz, vitiði um einhvern nútíma “sýru” jazz og “sýru” blús ? Endilega hjálpið mér að finna eitthvað, hjálpum hvorum öðrum að segja frá frábærum jazzörum.
Ég hef hlustað mikið sjálfur á Miles Davis og Charles Mingus. Charles Mingus er frábær kántra bassaleikari, endilega náið í eitthvað með honum.
Fyrir fram þakkir ;)