Ég er alltaf að sjá eitthvað svona uppáhaldslög greinar á öðrum áhugamálum og finnst mér í rauninni komið nóg af þess konar greinum. En hins vegar hef ég aldrei séð svona greinar hér á Jazz/Blues áhugamálinu.
Þar sem ég hef mikinn áhuga á Jazzi þá þætti mér gaman að vita hvað aðrir eru að hlusta á. Þar sem ég er námsmaður hef ég komist að því að Jazz er einstaklega góð tónlist til að læra stærðfræði við.
Ég hef mest gaman af instrumental Jazzi og þá sérstaklega með píanó og electric piano. Ég er ekki eins hrifinn af jazzi með söng en þó get ég hlustað á þannig jazz við sérstök tækifæri.
Hverjar eru uppáhalds Jazz plöturnar þínar? Skiptir engu máli hvernig Jazz þetta er svo lengi sem þetta flokkast undir Jazz.
Hér er minn listi, hvað mæliði með að ég hlusti á samkvæmt þessum lista?
Herbie Hancock:
Head Hunters - Þessi plata er bara snilld, hafði mikil áhrif á mig
Thrust
Cantaloupe Island
Man-Child
Mr. Funk
Gershwin's World
Future Shock - Hver man ekki eftir Rock'it?
Oscar Peterson: - snillingur út í eitt
Night Train
We Get Requests
Tracks
Eiginlega allt annað með honum líka.
Bob James:
Two
Touchdown - kunnuglegt lag sem heitir Theme From Taxi hér
Chick Corea:
Eye of the Beholder
Dave Brubeck:
Time Out - Allir kannast við lagið Take Five.
Trio Brubeck
Jacques Loussier Trio: - Spilar klassík á Jazz formi
Plays Bach
The Bach Book, 40th Anniversary Album
Bach Goldberg Variations
James Brown:
The Very Best of
Spyro Gyra:
Spyro Gyra
Dreams Beyond Control
Cal Tjader:
Ýmis lög
Milt Jackson:
Ýmis lög
Paul Desmond:
Bridge Over Troubled Water - Er hér tekin í Jazz útgáfu, mjög flott