„Blús tónlistin? Hún er móðir amerískrar
tónlistar. Hún er upphafið.“
(B.B. King 1992)

Blúsinn er ekki aðeins tónlistarstíll, hann lýsir einnig hugarástandi fólks. Blúsinn er uppruninn frá þrældómi, þjáningu og örvæntingu en einnig hugrekki og hetjuskap. Hann segir okkur sögur af heilum kynþætti; hvernig mannillska getur svipt fólki öllu nema uppruna þeirra og tónlist, og hvernig hann sigraðist á þrældómi, kúgun og niðurlægingu.

Upphafið: Frá Afríku til Ameríku

Rætur blúsins má rekja allt til 1619, þegar fyrstu blökkumennirnir voru fluttir frá Afríku til Ameríku til þess að vinna sem þrælar fyrir hvíta fólkið. Svartafólkinu var stolið af jörðum sínum, svipt fjölsyldum sínum og ástvinum, og siglt með þau yfir Atlantshafið til Ameríku. Eina sem fólkið hafði til þess að minna sig á heimaland sitt var tónlistin. Tónlistin var hrá, spiluð með trommum með skinnum af dýrum, rifbein úr rollum og fleirum frumstæðum hljóðfærum, miðað við tónlistina og tónlistarmennina sem tíðkuðust þá eins og Claudio Monteverdi, Jean B. Lully og Henry Purcell sem bjuggu flest allir til organtónlist, sinfoníutónlist eða Óperur.

Þrældómurinn, uppsprettan og vonin

Blökkumönnunum var dreift um víð og æ um Bandaríkin og voru flestir látnir vinna á bújörðum bænda. Þar sáu þeir um að plægja korn, tína bómul og höggva tré. Þeir voru látnir lifa í bröggum eða kofum og það var farið verr með þá en húsdýrin. Fólkið átti ekkert að nema tónlistina sem það fékk í vöggugjöf, tónlist sem lifði kynslóð eftir kynslóð.Tónlistin var varðveitt með söngvum sem það söng þegar það vann á jörðum húsbónda sonna. Ekki leið að löngu þar til blökkumennirnir höfðu lært að spila á strengjahljóðfæri af hvíta fólkinu og spilaði og lék á gítara sem þeir hafði búið til, viðinn fengu þeir úr trjá sem þeir þurftu að höggva og strengina bjuggu þeir til úr líffærum dauðra dýra. Einnig notaðist það við frumstæð blásturshljóðfæri. Blökkumennirnir héldu svona í mennigu sína, syngjandi í vinnutíma og spilandi í dimmum kotum sínum í þeim litla tíma sem þeir höfðu til aðlögu, þar til ársins 1775, þegar Ameríska frelsisstríðið var háð. Talið er að allt að 100.000 af þeim ca. 1.000.000 blökkumönnum sem voru þá í Bandaríkjunum hafi flúið húsbönda sína. Margir blökkumenn kynntust frelsinu í fyrsta sinn og veitti það þeim gífurlegan innblástur í tónlist þeirra, þótt að hún hefði ekki mikil áhrif á tónlist hinna sem voru enn í þrælkun þá vissu þeir samt að það var til von.

Mississippi: Fæðing blúsins

Delta svæðið í Mississippi var þakið skó um þar til ársins 1835, þegar landnemar byrjuðu að riðja skóginn til þess að geta ræktað bómul. Eftir þrælastríðið sem stóð frá árinu 1861 til ársins 1865, unnu þúsundir blökkumanna við að tína bómulinn. Að vísu voru þeir ekki lengur þrælar, þrælastríðið hafði unnið þeim frelsi, en þetta líf var litlu betra. Þeim bauðst engin vinna nema að vinna hjá fyrrverandi húsbóndum sínum, fólkið þurfti að sætta sig við ofurlág laun, of langan vinnutíma og mikla kynþáttafordóma. Upp úr þessu spratt Delta blúsinn.Delta blúsinn endurspeglaði hugarfar fólksins, um fyrrverandi þrældóm, erfiðleika, kynþáttarfordóma og fátækt.
Brátt breiddist Delta blúsinn út meðal annara fylkja í suðrinu og var það orðið útbreiddasta tónlistarstefna meðal blökkumanna. Tveir menn , oftast kallaðir afar blúsins, komu fram á sjónarsviðið á þessum tíma, Lead Belly og Robert Johnson. Þessir menn áttu, sértaklega sá síðar nefndi, eftir að hafa ekki bara áhrif á blúsinn í heild sinni, heldur einnig höfðu þeir áhrif á tónlistar söguna eins og hún leggur sig.



Robert Johnson og djöfullinn

Robert Johnson fæddist 8 maí, 1911 í Hazelhurst í Mississippi. Hann fluttist ungir frá mömmu sinni til Memphis þar sem pabbi hans bjó og lærði þar grundvallaratriðin á gítar af eldri bróður sínum, Charles, og lærði einnig af sjálfum sér að nota munnhörpuna . Nokkrum áður síðar flutti hann aftur til móður sinnar í Mississippi til þess að vinna á bómullarekru. En hann sinti vinnunni lítið, tónlistin var það sem átti huga hans allan. Fólk var undrandi á því hve góður Robert var miðað við hvað hann hafði spilað stutt á gítarinn. Sagan segir að hann hafi hitt djöfulinn við krossgötur í Mississippi og selt þar djöflinum sálu sína fyrir það að verða besti gítarleikari í heimi.
Robert Johnson ferðaðist víða um Bandaríkin, fótgangandi, í lest eða húkkaði sér far, og spilaði allstaðar þar sem hann kom og orðspor hans óx óðfluga. Á alveg ótrúlega stuttum tíma hafði Robert Johnson breyst í blús gítar meistara. Robert Johnson
Robert dó aðeins 27 ára gamall, en áður en hann dó voru nokkur af lögunum hans tekin upp. Þessi lög hafa varðveist og haft ótrúlega áhrif á mótun blússins og rokksins. Ótrúlega margir tónlistar menn hafa sagst vera fyrir áhrifum frá Johnson, og sem dæmi skal nenfna Muddy Waters, Robert Lockwood, John Hammond, Eric Clapton og Keith Richards.

Chicago blúsinn

Blúsinn sem er kenndur við borgina Chicago er líklegast vinsælasti blússtíll sögunar. Chicago blúsinn, rafmagnaður, hraður og skemmtilegur, var fyrsti blússtílinni sem náði virkilegum vinsældum meðal alls allmennings, hvort sem talið er í hópi hvítra eða svartra.
Chicago blúsinn kemur á sjónarsviðið rétt eftir seinni heimstyrjöldina. Svörtu hermennirnir sem höfðu barist fyrir Bandaríkin komu heim og ekkert var ofar í huga þeirra en að flytjast burt frá Suðurríkjunum til norðursins þar sem þeim bauðst betri launuð störf og betri líf. Chicago blómstraði á þessum tíma, peningurinn sem hafði ágengst eftir stríðið var mikill og upp úr því spruttu mörg óháð plötuútgáfufyrirtæki sem sáu einungis um það að kynna blústónlist og gefa út efni eftir blústónlistarmenn .
Muddy Waters var einn af þeim sem skaut upp kollinum í blúsheiminum um þær mundirnar. Þessi sveitadrengur, upprunalega frá Mississippi, sem ferðaðist til Chicago sem laumufarþegi í lest, hafði allt sem norðmennirnir vildu.

Muddy Waters

Muddy Waters, eða réttu nafni McKinley Morganfield, fæddist í Rolling Fork Mississippi. Hann fékk byrjaði ungur að spila á gítar og harmoniku og fékk hann viðurnefnið „Muddy Waters“ því hann spilaði oft hjá drullugum læk sem rann nálægt húsinu sem hann bjó í.
Árið 1943 fór Muddy til Chicago til þess að reyna öðlast frægð og frama í blúsbransanum. Hann spilaði á börum og veitingarstöðum þangað til maður að nafni Bill Bronzy, sem var vel virtur blústónlistarmaður á þeim tíma, sá hann spila. Hann heillaðist af tónlist Muddys. Blúsinn hans var hrár, sveitalegur en samt blandaður af jazzi og ferskum blús. Á þessum tíma var fólkið í norðrinu farið að leiðast gamli delta blúsinn og hungraði það í eitthvað nýtt, og Muddy hafði einmitt upp á það að bjóða. Í gegnum Bronzy krækti Muddy sér stöðu sem gítarleikar í hljómsveit Sonny Boy Williamson, sem er einn af virtustu munnhörðuspilurum allra tíma. Nokkrum árum seinna, eða 1948,gaf Muddy út sína fyrstu sólóplötu, sem innihélt hélt tvö lög, „I feel like going home“ og „I cant be satisfied“, en platan varð svo gríðarlega vinsæl að hún seldist upp á einum degi. Muddy Waters var orðin stjarna, hann hafði þotið upp á stjörnuhimininn á augnabliki og tekið Chicago blúsinn með sér.



Fæðing rokk og rólls

„Blúsinn eignaðist barn og það er kallað rokk og róll“
(Muddy Waters)

Þá byrjuðuð hjólin að snúast innan tónlistargeirans, plötuútgefendur voru óðir í þennan nýja og spennandi tónlistarstíl sem kallaður var Chicago blús. Tónlistarmenn eins og Howlin Wolf, Elmore James, Little Walter og Muddy Waters seldu plötur eins og heitar lummur. Fólk var solgið í þessa sérstöku bylgju af rafmögnuðum gíturum, leiftrandi píanóspili og hljóðmögnuðum munnhörpum. Blúsinn var farinn að líkjast æ meira rokkinu eins og það var í gamla daga.
Segja má að rokk og róllið hafi orðið til í kringum sjötta áratuginn og hafði engin önnur tónlistarstefna meiri áhrif á fæðingu hennar en blúsinn, enda var lítill munur á. Aðal frumkvöðlar rokk og róllsins úr röðum blúsmannanna voru Chuck Berry og Bo Diddley og blönduðu þeir saman hefðbundnum blús, poppi og dansblús og útkomurnar voru lög á borð við og „Maybellene“, „Sweet little sixteen“, „Johnny B Goode“ , „Who do you love“ og „Hey Bo Diddley“.

Munurinn á blúsnum og rokk og róll

Brúin milli blúsinns og rokk og róllsins var afar lítil. Blús, meira en nokkur annar tónlistarstíll, hafði áhrif á fæðingu rokk og rollsins, og því ekki að spyrjast að þessar tónlistarstefnur eru líkar. Chicago blúsinn, magnaður með rafmagnshljóðfærum, var alveg eins og rokk og róll nema það að blúsinn hélt sig við gömlu hefðbundnu hljómauppsetninguna, I-IV-V uppsetninguna.
I-IV-V hljómasamsetningin, er allgangasta hljómasamsetningin í blúsnum. Það mætti segja að það sé þannig í nánast hverju einasta blús lagi. Hver þessara stafa stendur fyrir einn hljóm af þeim 12 sem fyrir eru , og byggist öll á því hver I hljómurinn er. Ef I hljómurinn er sem dæmi sé tekið hljómurinn E, þá er IV hljómurinn A og V hljómurinn B. Líta má á þetta þannig, ef spilaður er hefðbundinn blús í tóntegundinni E með I-IV-V uppsetningunni er E I hljómurinn, síðan er talið 5 hljóma áfram frá E í hljómaröðinni og fengin er hljómurinn A sem er IV hljómurinn, næst er talið 7 hljóma í hljómaröðinni frá E og er það B sem er V hljómurinn, sem segir það að blús í E hljóm er ætíð spilaður með hljómunum E – A –B með fáum undantekningum.
Þessi regla um samsetningu hljómanna var gjáin milli blúsins og rokk og róll. Menn eins og Elvis Prestley, Chuck Berry og Jerry Lee Lewis voru greinilega fyrir áhrifum blús tónlsitarinnar þegar þeir sömdu sum rokk og róll lög sín .

Kóngurinn

Fjölmargir tónlistarmenn risu upp á stjörnuhiminni við fæðingu rokksins en engin jafn hátt og Elvis Prestley. Hann fæddist í fylki blúsins, Mississippi, árið 1935. Ungir að aldri byrjaði hann að sýna áhuga sinn á tónlist og hafði hann mest dálæti af blús- og gospel tónlist.
En hæfileikar Presleys voru uppgötvaðir á mjög undraverðan hátt. Eitt sinn er móðir Elvis átti afmæli tók hann sig til og fór í upptökuver til þess að taka upp lagið „My happiness“ til þess að gefa móður sinni í afmælisgjöf. Framkvæmdastjóri upptökuversins, Marion Keisker, var gapandi af undrun yfir hæfileika drengsins. Hann hringdi í eiganda Upptökuversins, Sam Phillips, sem hafði meðal annars gefið út efni eftir B.B. King og Howlin Wolf. Phillips leist mjög vel á drenginn og fékk hann Elvis með sér í samstarf.
Elvis Presley

Fyrsti lag Elvis sem kom út á plötu var lagið „That’s all right mama“ og fylgdi með því sem aukalagið „Blue moon of Kentucky“. Platan seldist í 20.000 eintökum sem þótti ekki slæmt og héldu þeir upptökum áfram og gaf Elvis frá sér nokkrar plötur í viðbót með samstarfi Phillips milli þess að hann spilaði á klúbbum í mörgum fylkjum í bandaríkjunum.
Eftir nokkuð mörg vel heppnuð lög í samstarfi við Phillips var Elvis keyptur frá The Sun plötufyrirtækinu til RCA fyrir 35.000 bandaríkjadollara. Nú byrjuðu hjólin að snúast fyrir Elvis. Tveimur dögum eftir 21 afmælisdaginn sinn gaf hann út fyrsta lagið sitt með nýja útgáfufyrirtækinu, „Heartbrake Hotel“ , sem skaust beint í fyrsta sætið á vinsældarlistanum í bandaríkjunum og í annað sætið í bretlandi. Stuttu seinna gaf Prelsey frá sér ein af vinsælustu smáskífum frá upphafi og innihélt hún lögin „Hound Dog“ og „Don’t be cruel“. Platan var í 11 vikur á toppnum á bandaríska vinsældarlistanum og sló hún í gegn í bretlandi líka.
Elvis gaf út fullt af plötum eftir þetta sem toppuðu vinsældarlista um allan heim og má með sanni segja að hann sé frægasti rokk og róll tónlistarmaður sögunar, hann breyddi út rokk og róll til allra heimshlutanna.

Ný kynslóð rokkara

Rokk og róll breyddist hratt um út og brátt voru erlendir tónlistarmenn farnir að láta heyra í sér í rokk heiminum. Úr Bretlandi spruttu upp margar hljómsveitir og tónlistarmenn á fjórða og fimmta áratuginum; Rolling stones, Animals , Bítlarnir, Cream með Eric Clapton í broddi fylkingar, Kinks og svo mætti endalaust telja, og voru þær flestar undir áhrifum frá blústónlistinni.
Rokk og róllið hafði samt tekið skakkaskiptum, áður fyrr voru lögin samin og spiluð í einhverri líkingu við blústónlistina, en tímar höfðu breyst. Lög eins og „She loves you“ með bítlunum, ,„(I can’t get no) Satisfaction“ með Rolling stones og „You really got me“ með Kinks eru dæmi um rokk og róll lög af nýju kynslóðinni.
Á sjötta og sjöunda áratugnum má segja að rokk og róll hafi byrjað að skiptast í stíla. Á þessum tíma má segja að helstu stílarnir hafi verið popprokk, hefðbundið rokk og blúsrokk. Sem dæmi um popprokk má taka Bítlana og Kinks, hljómsveitir eins og Reo Speedwagon, Led Zeppelin , Black Sabbath og the Doors spiluðu hefðbundið rokk og Jimi Hendrix , Neil Young, B.B. King og Lynyard skynyard spiluðu aðalega blúsrokk.
Áttundi og níundi áratugurinn markaði enn eina nýja stórstefnu, þungarokk. Í raun og veru stíll sem sem óx út frá rokkhljómsveitum sjöunda áratugarins, spilaður hraðar, þyngdur og meira lagt út á gítarspil. Iron Maiden og Metallica eru þar fremst í flokki.
Nú á tímum eru komnit svo margir rokktarstílar að vart er hægt að hafa tal á þeim.
Grunge er sem dæmi ein stefna sem þróaðist út frá blúsrokk tónlist Neil youngs, sem oftast er kallaður afi grungesins, viðtók Kurt Cobain sem gerði grungetónlistina ódauðlega með lögum sínum á borð við „In bloom“ og „Smells like teen spirit“. Pönkrokk er stefna sem þróaðist út frá óreiðukenndri rokktónlist frá hljómsveitinni Sex Pistols, arfberar hennar voru Offspring og Green day sem létu hana ganga til nýjustu tónlistarstefnuna í dag, NuMetal, sem hljómsveitir á borð við Linking Park, Alien ant farm og Limp bizkit spila.

Lokaorð

Það er hægt að segja með fullri vissu að stærstu nöfn tónlistarsögunar, hvort sem það er Britney Spears eða Rolling Stones, hafi haft einhver áhrif frá blúsnum. Ef haft verður eftir móður Mick Jaggers, söngvara Rolling Stones:

Mike var voðalega fyndin þegar hann var lítill að herma eftir mönnunum í sjónvarpinu. Hann hafði sýnt það á unga aldri að hann hafði góða leikhæfileka, og gat leikið eftir Cliff og Elvis. Ég horfði oft á syni mína sitja, svo fína og hreina, að horfa á þennan hræðilega Cliff Richard, þessi hræðilega klipping og þessi kynþokkafulli dans.

Ef Britney skal vera tekin sem dæmi, þá er það tónlistarstíll hennar, RnB, eða Rhytm and blues/bass, er afsprengi blússins, tónlistarmenn eins og Ray Charles og Louis Jordan voru með fyrstu frumkvöðum tónlistarstílsins.
Ef þrælar hefðu ekki verið fluttir til Norður-Ameríku um árið 1600 hefði þessi stórkostlegi menningarkimi, blúsinn ekki orðið til, og Guð einn veit hvernig tónlistin væri nú til dags.