Miles Davis
The Complete Concert 1964 My Funny Valentine + Four More
er titill plötu sem gefin var út árið 1964 og er með þeim mikla snillingi/snillingum Miles Davis, George Coleman, Ron Carter, Herbie Hancock og Tony Williams og eru allir þessir félagar vel þektir í heimi jazzins og má þar til gamans geta að þegar þessi plata er gefin út er Tony Williams ekki nema 18 ára.
þetta er plata sem er tvöföld og er hún hljóðrituð auðvitað live… en það sem er svo frábært við þessa plötu er það að þeir voru þarna að fara að gigga og Miles var ekki búin að seigja strákunum að þetta væru góðgerðar tónleikar og fengu þannig listamennirnir ekkert kaup.
Rétt fyrir tónleika labbar Miles upp að strákunum og seigir þeim þessi “góðu” tíðindi en tóku þeir þá ekkert skemmtilega undir þetta og sérstaklega Tony sem er trommuleikarinn.
Þegar þeir mæta á svið er það Mort Fega sem kynnir þá og eru strákarnir alveg fjúkandi bálreiðir..
‘I fyrsta laginu “Þekktur Jazz singler My Funny Valentine” eru strákarnir það pró að þeir eru ekkert að sýna reiði sína og byrjar Miles á gullfallegri melódíunni.
Þegar Miles tekur sólóið er eins og hann hafi þörf fyrir að sína fram á það hve kunnátta hans á horninu er mikil og eins og flestir vita þá var Miles með sjálfsálitið í nokkuð góðu standi. í þessu lagi fá allir sóló…
Næsta lag og “All Of You”er snilld .þar sem Herbie fær að njóta sín til hins ýtrasta með burning sólói…
Næsta lag “Go-Go” Þarna talar Mort Fega og kynnir alla upp á nýtt…
Næsta lag “Stella By Starlight” tekið upp af Miles árið 1956 ef ég man rétt fær Miles að njóta sín í byrjun en það sem snilldin er líka við þessa tónleika að á þessum tónleikum er Miles að sýna allt sem hann kann vegna þess að nokkru seinna byrjar að verða skapandi og breytast yfir í þennan svokallaða “Svala Miles” sem er að margra mati betri en gamli tæknifríkin hann Miles Davis.. en þarna er hann í raunini á hátindi sínum það sem varðar kunnáttu á skölum, hljómum, hljómasasetningu, hryn, og ekki má gleyma þessum klikkuðu sólóum sem hann er að koma þarna með.. súper há, hann er alveg að þjótta upp á a og h fyrir fyrir þá trompetleikara sem skilja þetta er þetta mjög hátt og mætti þar líkja honum alveg við Maynard Ferguson, Dizzy Gillespie, og marga aðra skvísara…
Næsta lag er algjör snilld “All Blues” því þarna eru þeir að breytast frá því að vera pró og byrja aðeins að láta persónulegar tilfinningar taka völdin og má þar nefna að Miles telur í í svona 132 en þeir byrja á sona 180..þarna sýnir t.d. Tony hversu góður trommari hann er..
Næsta lag “I Thought A Bout You” byrjar sem róleg ballaða sem er mjög flott en breytist svo yfir í þennan 1960 jazz sem er næstum bara sving með soldið be-bob yfirbragði..
Nú er hlé…
Næsta lag líklega þekktasta lag Miles “So What”… Koma þeir inn á svið allveg brjálaðir eftir mikil rifrildi og leynir það ekki á sér hvað allir eru brjálaðir eins og Tony fer að herða á og Miles er að skjóta langt upp fyrir tónsvið sitt og rífur tónin alveg þarna lengst upp hjá súper cís og einhverstaðar þar uppí rassgati…..
Næsta lag heitir “Walkin” og byrjar mjög flott fær þar sem Miles fær að skýna til hins ýtrasta og eru gömlu tækni æfingarnar að koma í ljós þarna þar sem Tony síbreytir um temmpó og er Herbie að sitja sig þarna inn í heim hljómasúpna. Tony fær trommusóló og er ekkert verið að spara það og innkoman hjá hljómsveitinni alveg upp á 10. George fær sax sóló og munnir soldið á Sonny Rollins og Sonny Stitt af plötunni “Sunny Side Of The Street” (algjört must fyrir Jazz unnendur)..
Næsta lag er af mínu mati flottasta lag plötunnar og heitir “Joshua” og er af plötunni Seven Stepst To Heaven sem er líka algjört must fyrir unnendur tónlistarinnar!!
Þarna fær reyði þeirra að “njóta sín” fullkomlega og setur Tony tempóið það hátt að það er valla viðráðanlegt.. þið verið að heira munin á upprunalegu útgáfuni og þessari… munurinn á svörtu hvítu, heitu og köldu og svo lengi mæti telja.
Þarna kemur aftur “go-go” til að minn á þessa snillinga..
Næsta lag “Four” er held ég elsta lagið á plötunni er að ég held tekið upp 1954 þarna er Miles soldið undir áhrifum Charlie Parker og Dizzy Gillespie og leitar soldið til Be-bobbsins…
Næsta lag er nú líka algjör snilld “Seven Steps To Heaven” þarna springur Tony endanlega og herðir svo mikið á að’ Miles reynir að hægja á með að lengja nóturnar en Tony tekur það ekki í mál. Í sólóinu hans Miles springur hann og fær svo Tony sóló og hægir og herðir og gerir allar hundakúnstir en svo fær George sóló eða réttara sagt tekur sóló og herðir Tony alltaf eins og honum sýnist og Miles ræður ekkert við þennan nýgræðing…
Næsta lag heitir “There is No Greater Love” og er mjög flott lag í sona solítið 1945 fíling og það er að gera sig þarna sko. Þarna tekur Miles upp mjútinn þekkta og notar eins hann sé hluti af honum..
Seinasta lag tónleika er enn og aftur stutt lag “go-go” og þarna eru þeir kvaddir og rjúka um leið út af sviðinu þegar þetta er búið.. ekkert aukalag eða neitt bara upp í rútu..
Það sem er besta við þetta hvað þessir reyði sem myndaðist þarna yfir meðlimum hljómsveitarinnar er einmitt það sem gerði tónlistina svo rosalega flott og minnist Miles mikið á þessa tónleika í ævisögu sinni…
‘Eg vil bara fá að þakka fyrir mig og vona mjög heit að þið farið og reddið ykkur þessari plötu því að þessi plata er skyldu eign..
Takk..Ari Bragi Kárason p.s. afsakið stafsetningarvillur og annað en takið það ekki nærri ykkur…