Jæja, þá er biðin á enda.
Staðfesting hefur fengist frá dvergunum að þeir muni spila
á Cafe Central (staðsett undir skólabrú, á móti Dómkirkjunni)
5. OG 6. september næstkomandi= föstudags og
laugardagskveld.
Einnig hefir frést að þeir muni taka lög eftir Lee Morgan og
Sonny fökking Rollins í bland við sitt eigið efni.
Inngangseyrir mun verða eitthvað smotterí, en það kemur
seinna fram.
Alger skyldumæting fyrir hressa kappa og spræk sprund.
Arnljótur Dixielanddvergur.