Þá er komið að því!! Fyrstu tónleikar skólaársins verða haldnir í Norðurkjallara ( sem er innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir þá sfáfróðu) og er það engin önnur en hin geysigóða fönk-jazz hljómsveit Jagúar sem verða aðal-númer kvöldsins!! Meðlimir hinnar gífurlega efnilegu hljómsveitar Norton munu síðan sjá um upphitun fyrir Jagúarmenn fyrri part kvölds.. Húsið opnar kl. 20:30 föstudaginn 29. ágúst og verður dansað og hlegið sprellað fram á rauða nótt (eða hér um bil).. Allir velkomnir! Verð fyrir NFMH er 650 kall en 800 fyrir þá sem ekki eru svo lánsamir!

Sjáumst….