Sveitin leikur funk-tónlist, með keim af soul, jazzi, latin og rokki.
Hljómsveitin er skipuð vel menntuðum og færum hljóðfæraleikurum og hefur liðsskipanin haldist frekar stöðug, fyrir utan trompet- og saxófónleikara.
Trommuleikarinn Sigfús Örn Óttarsson hefur setið fast við trommurnar, en ég held að einhvern tíma hafi einhver annar trommað vegna veikinda Sigfúsar.
Birgirssynirnir Börkur gítarleikari og Daði hljómborðsleikari hafa verið með frá byrjun og eru þeir bræður iðnir við lagasmíðar. Semja flest á Get The Funk Out, annari plötu sveitarinnar og syngja báðir..
Ingi S. Skúlason hefur plokkað bassann frá upphafi oag stendur sig með prýði.
Samúel J. Samúelsson hefur spilað á básúnu og slagverk með stakri snilld allt frá byrjun. Hann syngur líka.
Svo hafa menn eins og Kjartan Hákonarson og Birkir Freyr Matthíasson blásið í trompet og Hrafn Ásgeirsson og margir fleiri spilað á saxófón.
Í lok ársins 1999 kom út fyrsta plata sveitarinnara sem heitir einfaldlega Jagúar.
01. Malibu.
Lagið er hresst með góðri og grípandi laglínu.
Gott gítarsóló og flottur bassi í þessu lagi, eins og reyndar í öllum lögum sveitarinnar, og ekki er erfitt að fullyrða að Ingi S. Skúlason er einn af betri bassaleikurum þessa lands.
02. Watermelon Woman.
Byrjar á bassasólói, enda lagið eftir Inga. Lagið er hresst og skemmtilegt stuðlag, en ef pælt er í því þá líkist laglínan nokkuð lagi Herbie Hancock, Camelljóninu.
En þráttt fyrir það er lagið mjög gott og sólóin eru mjög góð, og flott er þegar takturinn breytist í jazztakt í básúnusólóinu.
03. Theme for Miguel.
Eitt af mínum “ekki upáhalds” lögum með Jagúar.
Samt ágætis lag, en að mínu mati svolítið niðurdrepandi á köflum en sums staðar í laginu er að finna netta hlusti.
04. Gustav Blomkvist.
Töff byrjun á góðu lagi. Lagið er frekar hratt en nýtur sín samt ótrúlega vel og færir hljóðfæraleikararnir sjá um að gera þetta lag að ótrúlega töff lagi. Sólóin góð.
05. Bubba's Song.
Grípandi laglína sem kemur manni í stuð og gott skap.
Plötusnúðurinn Dj. Habit þeytir skífum af mikilli færni sem gefur laginu skemmtilegan stíl.
Bara snilld eins og flest annað sem þessir menn gera.
06. Húbba Búbba.
Lagið er eftir Samúel og notaði hann þetta lag einni burtfararprófi sínu frá FÍH, sem var seinna gefið út og ég mun gagnrýna seinna.
Flottur bassi og ótrúlega góð laglína.
Flott sóló og ótrúlega flott þegar lagið fer yfir í sjö fjórðu takt (eða 4/4 + 3/4).
Færni hljómsveitarmeðlima sést/heyrist vel í þessu lagi.
07. Hr. 7.
Byrjar á frekar ómstríðu brass-intrói, sem er reyndar alveg ótrúlega töff.
Sex áttundu lag sem minnir óneitanlega á Pulp Fusion diskana góðu.
08. 35 c.
Byrjar með Ástralska hljóðfærinu didgeridoo sem gefur laginu “öðruvísi” stíl.
Skemmtilegt samspil lúðrana, tóntegundaskiptingar og hraðbreytingin gefa laginu líka þennan sérstaka blæ.
Töff bassasóló með undirleik aðeins didgeridoo og slagverks.
Án efa eitt af betri lögum Jagúars.
09. Birkir Breaks The Law.
Eitt af þessum “Pulp Fusion” lögum Jagúars, ein og ég vil kalla það. Létt að ímynda sér svertingjamynd frá 1970 á meðan maður hlustar.
10. Skrímslið.
Vinkona mín lenti í því þegar hun var að hlusta á þetta lag að mamma hennar kom inn til hennar og sagði : “Hefur þú horft á klámmynd? Þetta lag er alveg fullkomið klámmyndalag”.
Lagið er allavega töff, flott laglína og tíðar tóntegundaskiptingar gera lagið ótrúlega flott
Annar diskur þeirra, sem kom út sumarið 2001 og ber nafnið Get The Funk Out, er alls ekki síðri.
Mikið er um gestaspilara á dsiknum sem standa sig með prýði.
01. That's Your Problem Baby.
Lagið er hresst og grípandi, besta lag disksins að mínu mati.
Bassaleikurinn er til fyrmirmyndar og meira en það.
Á köflum er Ingi bara að “impróvisera”, eða hugsa ég það.
Básúnusólóið og orgelsólið er gott, en saxófónsólóið enn betra. Það er eiginlega bara alltof gott.
02. Calling All Cars.
Eins og nafnið gefur kannski til kynna, væri þetta lag fullkomið í bílaeltingarleiksatriði í spennumynd. Enda gerðu Jagúar mynd samnefndri plötunni, og átti myndin að bera keim af svörtum myndym frá 1970. Bílahljóðin í bakrunni gefa laginu góðan og skemmtilegan blæ.
7/4 kaflinn er sniðugur í lokin og saxófónsólið gott.
03. Get The Funk Out.
Titillagið sjálft er ótrúlega öðruvísi lag, en samt ótrúlega flott.
Fer úr 3/4 úr 4/4 sem kemur vel út og scratch Dj. Magics skreytir vel.
Jagúarmenn syngja einmitt í þessu lagi, sem er breyting frá fyrsta disknum. Gott lag.
04. Dr. Rythm.
Líka sönglag, aðeins innihaldsmeiri texti en í laginu á undan.
Lagið er ótrúlega töff og söngurinn gefur ótrúlega mikið.
Sólóin eru fín, þí mér finnist persónulega vanta meiri sóló á diskinn, miðað við fyrri diskinn.
05. Sumargyðjan.
Byrjar sem rólegt sambalag með flottu gítarriffi.
Vona að ég fari með rétt mál þegar ég segji að KK syngji á spænsku með þeim félögum í þessu lagi.
Lagið byggist svo upp upp í hraðari funkslagara og endar svo á villtri sömbu með góðu trompet- og básúnusólói.
06. Evil Empire.
Eina lag plötunnar sem er skráð á alla meðlimi sveitarinnar.
Lagið bvyrjar á lágstemmdan hátt. Laglínan er ótrúlega flott og byggist lagið upp hægt og örugglega og í lokin farið að bera keim af rokki.
Brassið er að standa sig, bæði sveitarmeðlimir og einnig allir hinir fjölmargir gestir sem spila á dsiknum.
Eitt af betri lögum sveitarinnar.
07. Étranger.
Slagverksleikararnir Cheick Ahmed Tidiane Bangoura og Alseny Sylla, sem slagverkast á disknum, eru þarna tveir með raddböndin ein að vopni og syngja tveggja mínútna lag um ég bara veit ekki hvað.
08. Octopussy.
Flott byrjun bassa, trommna og hljómborðs, sem er síðan brotið upp með góðri laglínu, leikna af saxófóni.
Magnað “groovie” lag sem sínir vel færni tónlistarmannana og Gísli Galdur (Dj. Magic) sannar sig einnig í laginu.
09. Strut.
Geðveikt töff píanó-intro, en lagið er stutt. Aðeins ein og hálf mínúta og er meira eins og bara gott lag út auglýsingu eða eitthvað svoleiðis. Æ ég kem því ekki út úr mér.
10. Battle Of Funk.
Flott lag með orgeli, sem er alltaf gott.
Þetta lag er eiginlega svona sólódjammlag disksins. Lítið um laglínu og öllum leyft að njóta sín.
Öll sólóin eru til fyrirmayndar og undirleikurinn alls ekki slakari.
11. Pier 17.
Gott lag sem byggist vel upp en nær þó ekki að vera eins grípandi og önnur lög sveitarinnar.
Samt flott lag og vel leikið.
Mikið um góð sóló sem eru lofsins verðug.
12. Fast Forward.
Lagið byrjar mjög hægt. Allan tímann er talað yfir lagið, sem mér finnst persónulega vera galli. Lagið er þrátt fyrir það skemmtilegt en myndi njóta sín betur á talsins.
Ekki lag sem ég hlakka til að heyra þegar ég set sidkinn í tækið.
Nú ert tvö ár síðan sveitin gaf út síðast og bíð ég spenntur eftir þeim næsta.
Ég hef heyrt svolítið af því og lofar það bara góðu.
Mæli eindregið með diskunum báðum.
…