Mér áskotnaðist þessi plata snemma á þessu ári og ég verð að segja að ég hef ekki heyrt betri blúsgítarleikara hingað til. Ég ætla hér að fjalla um þessa plötu með því að lýsa hverju lagi fyrir sig. Enjoy ;)
Scuttle Buttin': Snilldin eina!!! Ótrúlegt gítarspil! Hann einhvern veginn notar þrjá strengi í einu í byrjuninni en það hljómar samt eins og hann sé að spila á einn……..voða erfitt að útskýra. Annars er mjög lítið hægt að segja um þetta lag sökum þess hversu stutt það er. Þetta er eiginlega bara eitt stórt sóló sem endist í tæpar tvær mínútur.
Couldn't Stand The Weather: Byrjar hægt, en örugglega. Hljómar eins og þetta verði leiðinlegt lag, en síðan byrjar fönkgítar og solleiðis :D Annars er þetta basic blúsrokk lag (með áherslu á blús), grípandi, taktfast og inniheldur sóló. Mjög vel hlustunarhæft.
The Things (That) I Used To Do: Þessi maður er ofvirkur á puttunum! Hann fær víst aldrei nóg af sólóum, enda gerir hann það alltaf milli þess sem hann syngur, fyrir utan þegar hann tekur eitt MASSÍFT stórt og flott sóló. Annars er það kannski gallinn að það er næstum því ekkert gert í þessu lagi en að gera einhver sóló, og það eru takmörk fyrir því hvað maður getur hlustað á mikið af sólóum í einu lagi……….
Voodoo Chile: Ef ég man rétt, þá er þetta lag samið af Jimi Hendrix heitnum. Ef ég hef rangt fyrir mér, biðst ég afsölunar. Annars þá er þetta alveg frábært lag. Maður kemst í þvílíkan fílíng við þetta lag, alveg stórkostleg. Ég væri alveg til í að vera svona góður á gítar :)
Cold Shot: Þetta lag finst mér vera í meðallagi……….ekkert rosalega sérstakt við þetta, en þetta er samt fínt :) Lagið gengur síðan á þessum sama hraða og gerir ekkert rosalegt, fínt ef maður er þreyttur ;)
Tin Pan Alley: Vögguvísa blúsarans. Þetta er svo rólegt lag, en samt eru þessi hröðu sóló og þetta er alveg meiriháttar þægilegt að hlusta á þetta. Annars þá er þetta aðeins of langt lag………..rúmar 9 mínútur og næstum því alltaf sama stefið. Annars þá gæti ég ímyndað mér að ef það kæmi annað stef í þetta lag þá væri það svo gott sem eyðilagt þannig að ég er sáttur við þetta lag eins og það er.
Honey Bee: Stuðlag. Mér finnst soldið lítið af stuðlögum á þessari plötu, en bara mín skðun, mér finnst hin engu síðri. En þetta er lag sem er alltaf hægt að hlusta á. Kemur mér í gott skap og ég hef hingað til ekki fengið leið á þessu lagi.
Stang's Swing: Gaman að heyra í öðrum hljóðfærum en gítar. Hér er það saxafónn, ef heyrnin í mér er í lagi. Gaman líka að heyra hvernig þeir vinna stundum saman.
Í heildina þá er þetta vel hlustunarhæfur diskur og mæli ég með honum fyrir hvern þann sem kann að meta blús.
Stjörnugjöf: 31/2 af 5 (Góður diskur en hefur sína galla….)
Weedy