Jæja ágætu djassunnendur, núna er blökkukonan og djasssöngkonan Nina Simone látinn. Ég sjálfur hef nú ekki heyrt mikið í henni en hef þó heyrt nokkur lög og fannst hún syngja vel.
Ef ég mætti leyfa mér slíkan munað að taka upp úr Morgunblaðinu feril hennar og svona það sem sagt er í grein sem ég las.
Það sem ég tók úr greininni er merkt innan gæsalappa.
“Nina Simone lést á mánudaginn á heimili sínu í Suður-Frakklandi, sjötug að aldri. Simone - sem var þekkt fyrir djúpa, hrjúfa og kraftmikla rödd - þótti einstakur listamaður innan djassheimsins og var auk þess mikill baráttumaður fyrir réttindum svartra.
Rétt nafn Ninu Simone var Eunice Kathleen Waymon og fæddist hún árið 1933 inn í fátæka fjölskyldu í Norður Karólínu og var sjötta í röðinni af sjö systkinum. Hún fluttist síðan til New York þar sem hún lærði á píanó við hinn virta Juilliard-skóla, eitthvað sem var fátítt tækifæri fyrir blökkukonu á þessum tímum. Á píanóið hafið hún leikið síðan hún var fjögurra ára gömul.
Námi lauk hún hins vegar ekki. Hún gaf út sitt fyrsta lag árið 1959, útgáfu af hinu sígilda lagi George Gershwins, ”I Loves You, Porgy“. Það sló þega rí gegn og stuttu síðar kom út það lag sem eflaust flestir þekkja með henni, ”My Baby Just Cares For Me“. Það lag varð hins vegar vinsælt aftur 1987. Á sjöunda áratugnum fór pólitíkur að gæta í lögum hennar og var ”Missisippi Goddam“ beint í gegn ofsóknaraðilum svartra á meðan lagið ”Why? The King of Love is Dead“ samdi hún eftir að Martin Luther King, sem allir þekkja, hafði verið myrtur árið 1968. Lagið ”To Be Young“, Gifted and Black” varð þá vinsæll slagari hjá baráttuhópum fyrir rétti svarta. Stjarna Simone skein skærast á sjöunda og áttunda áratugnum og hljóðritaði hún þá lög eftir fræga popptónlistarmenn eins og Bob Dylan, Leonard Cohen og Bee Gees og gerði þau að sínum.“
Það sem hún er samt eiginlega mest þekkt fyrir, fyrir utan röddina sína, þá flakkaði hún á milli stíla og blandaði saman ólíkum stefnum eins og þjóðlagatónlist, gospel, sígildri tónlist, blús og sálartónlist. Hún er Íslandsvinur eins og við kjósum að kalla alla þá sem koma við hér á landi eða jafnvel bara millilenda. Hún spilaði hérna 1992 og stóðst ekki væntingar hlustenda, því miður.
”Líf Simone var alls ekki dans á rósum. Með aldrinum varð hún mjög viðkvæm gegn ýmis konar pirringi o.fl. og t.d. þá skaut hún son nágranna síns og særði eftir að hlátur hans truflaði einbeitinguna hjá henni. Þá skaut hún að fulltrúa útgáfufyrirtækis eftir að hafa sakað hann fyrir að hafa af sér fé.“
Það sem hún lætur eftir sig er eina dóttur, Lisu og síðustu tónleikar hennar voru í Póllandi í júlí 2002.
:/: Heimildir: ”Morgunblaðið, miðvikudagurinn 23. apríl 2003"