Ég var að skoða áhugamálið og rakst þá á “ég ætla” kubbinn. Þar ætlaði ég á “sjá alla” en ýtti óvart á “ég ætla”. Þar með gerði ég mig skyldugan um að þurfa skrifa grein fyrir apríl. Ég ákvað bara að drífa í því og leið ekki mikill tíma frá því að ég ýtti á “ég ætla” til að ég ýtti á “Sendu inn grein”. Ok, nóg komið af rugli og ætla að koma mér að efninu.
Ég er nú nýbyrjaður að hætta að fíla “MTV” rokkið og farinn að hlusta á alvöru tónlist. Nú hef ég verið heillaður á jazzinu en veit ég því miður ekki um hvaða plötur ég á að kaupa. Ég um einn góðann jazzari og það er Miles Davis. Nenniði jazzararnir að benda mér á góða jazz diska sem ég ætti að fjárfesta í?
Ég fæ nokkuð háa peningafúu í hendurnar bráðlega sem ég ætla að nota til að fjárfesta í geisladiskum og stafrænum mynddiskum.
Endilega þá bendið mér á góða diska og góða flytjendur. Svo getið þið einfaldlega talað um hvað ykkur finnst skemmtilegir diskar/flytjendur. Þetta gæti þá endað sem skemmtileg umræða.
En ég vona að aðrir taki mig til fyrirmyndar og þeir sem hafa smellt á “ég ætla” drífi sig til að skrifa grein.
Kv.