Ég er sammála því að djass hefur ekki hrapað gífurlega í vinsældum síðustu áratugi, þó svo hann sé nú ekki jafn almennt vinsæll eins og áður. Reyndar finnst mér djass vera að aukast í vinsældum, sérstaklega uppá síðustu 10 ár, en þegar ég var um tvítugt voru t.d. ekki margir á mínum aldri sem hlustuðu á djass. Þá voru strákar eins og Óskar Guðjóns og fleiri að byrja að láta að sér kveða að einhverju viti, en nú er fullt að gerast í djassinum að mér finnst.
Varðandi áhugamálið þá kemur þetta greinilega í bylgjum, nokkrar greinar í röð og svo ekkert þess á milli sem er allt í lagi. Maður hefur þá tíma til að melta þær og jafnvel að hlusta eitthvað á það sem fjallað er um. Mér finnst mikið af góðum greinum hafa birst hér síðan í haust og vona að það haldi áfram.
En um að gera að halda þessu áhugamáli lifandi, en ekki fara að dæla endalaust bulli inná það. Vel skrifaðar og áhugaverðar greinar með reglulegu millibili er gott mál.