Parkour/freerunning æfingabúðir
5-7 júní 2009
5-7 júní mun Pure health bjóða upp á æfingabúðir í Parkour/freerunning með Urban freeflow. Urban freeflow er einn af frægustu parkourhópum í heiminum og eru meðlimir hópsins atvinnumenn í íþróttinni. Urban freeflow hópurinn er þekktur fyrir mjög skemmtilegar æfingabúðir og spennandi sýningar út um allan heim.
Þeir hafa gert parkour/freerunning og áhættuatriði í ýmsum kvikmyndum eins og Breaking & Entering, District 13, Blood & Chocolate, Casino Royale, 28 Weeks Later, Devil’s Playground.
Og leikið mörgum auglýsingum fyrir stór fyrirtæki og þekkt merki eins og Toyota, Mercedes Benz, Adidas, Ecko, Redbull,Guinness , BT, Nokia, Sony Ericsson, Barclaycard, Schwarzkopf , Ford , Snickers, Swatch , SAP, Canon, Speedstick, Relentless, Hewlett Packard, DHL og Nike.
Urban freeflow mun senda fjóra af meðlimum sínum til að kenna á æfingabúðunum.
Það eru þeir Paul Cortey (Ez), Claudiu Dan, Paul Joseph (Blue) og John Kerr (Kerbie)
Parkour/Freerunning
Parkour er aðferð til að komast frá einum stað til annars á sem fljótasta,liprasta og skilvirkilegasta hátt. Takmarkið er að vera sífellt á ferð og stoppa aldrei sama hvað í vegi manns verður. Iðkendur þurfa að geta notað hugmyndaflugið ásamt grunntækni Parkour til að komast á milli staða og yfir eða framhjá öllum þeim hindrunum sem á vegi verða.
Freerunning er í fyrstu sýn mjög líkt Parkour en áherslurnar og hugmyndafræðin er allt önnur. Freerunning mætti líkja við Parkour og fimleika blandaða saman og er freerunning oft líst sem götufimleikum. Þar er takmarkið ekki að vera sem sneggstur á milli staða heldur er áhersla lögð á algert frelsi í hreyfingum og að nota umhverfið á sem mest skapandi hátt fyrir hin ýmsu stökk og snúninga.
Æfingabúðirnar eru opnar fyrir alla og skiptir ekki máli hvort viðkomandi hafi stundað parkour/freerunning áður eða ekki.Og það er ekki nauðsynlegt að vera í toppformi,bara mæta og vera með. Farið verður í allt alveg frá grunni.
Æfingabúðirnar kosta 14.900 kr og innifalið í því eru
5 æfingar fyrir hvern hóp með Urban freeflow og er hver æfing 1,5 klst. Boðið verður upp á eina máltíð á föstudeginum og eina máltíð á laugardeginum. Svo verður grillveisla fyrir alla með Urban freeflow á laugardagskvöldinu (kl 18). Einnig fá allir sendar myndir af sér úr æfingabúðunum.
Aldurstakmark er 8 ára og verður skipt í hópa eftir bæði aldri og getu.
Skráningar er hægt að senda á bjorn@purehealth.is og þarf að senda kennitölu,fullt nafn og upplýsingar um hvort viðkomandi hafi einhverja reynslu í parkour/freerunning eða ekki.
Nánari upplýsingar í síma 8650900 eða sendið póst á bjorn@purehealth.is
Athugid ad verdid hefur laekkad!
Stjórnandi á