Það kom að því…
Það hefur nefnilega komið á daginn að eftir að /hjol var opnað hefur mjög lítið að ske inná þessu annars frábæra áhugamáli. Og núna er það þannig að engar kannanir, greinar, myndir eða tenglar eru að bíða samþykkis.
Er þá ekki málið að taka sér smá tak í prófunum og jólafríinu og vera dugleg(ur) og sendi inn flottar myndir eða tengla á flottar síður eða jafnvel eina grein svona við og við svo þetta áhugamál leggist ekki bara alveg af.
Komum nú smá lífi í þetta áhugamál því einsog allir vita er þetta besta áhugamálið á huga en er bara í smá lægð núna sem stefnir í að vera mjög djúp.