Við erum líka búnir að fá leyfi fyrir að hafa stólalyftuna opna á keppnisdag. Þá þarf maður bara að labba síðasta spölinn sem er merktur með bláu á myndinni sem tekur bara rétt rúmar 5 mínútur.
Við búumst við því að hún verði nánast ónýt eftir veturinn en að það verði töluvert auðveldara að gera við hana heldur en að gera nýja, þannig að hún verður kominn í stand fljótlega eftir veturinn.
Við erum með einn smíðaðan stökkpall sem er mjög nálægt einni brautinni, bíst við að við reynum bara að taka hann upp og labba með hann eitthvað út í móa. Held að hitt dralsið sé ekki fyrir.
Við höfum verið að tala um að hver ferð taki um það bil 1 klukkutíma með því að labba upp, taka góðar hvíldarpásur og síðan að renna sér niður. Þetta á eftir að styttast eitthvað þegar maður kemst í betra form við að ýta þessum hlunkum upp.
Við fórum þarna upp samt snemma í vor og reyndum að velja staði sem voru hvað snjólausastir til þess að hún myndi losna fyrr á vorin en eins og Adrenalin segir þá búumst við alveg við miklum skemdum… :/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..