Komiði sæl, ég á hérna gamla klifurskó (Five Ten) frá því að ég stundaði klifur af kappi fyrir 1-2 árum. Núna er mér farið að kitla í fingurna við tilhugsunina á að klifra. En skórnir eru farnir að vera þröngir :)
Getur maður ekki reddað því með því að vera mikið í þeim og þá teygjast þeir örlítið og eru aaaalgjörlega mótaðir fótunum?
Man eftir því að einn klifurkennarinn minn keypti sér klifurskó sem hann bara nánast passaði ekki í, en svo smátt og smátt teygðist á þeim. Mig minnir að hann hafi sagt að hann hafi verið í þeim í 15 mín á dag til að byrja með en svo lengt tímann.