Kasthnífar eru af einhverjum ástæðum bannaðir hérna heima. Fínt að láta ríkið hugsa svona fyrir sig ;-P Bjargar öllum maður.
Annars er ég ansi áhugasamur um hnífa og hef verið að fikta mig áfram með að kasta bara venjulegum hnífum, undir léttum áhrifum frá bardagalist sem kallast bujinkan budo taijutsu (er með link á heimasíðu íslenska dojosins, Grímnir, í undirskriftinni minni.) Veit ekki hvort ég kynni við að veiða eitthvað dýr með hníf, þó hnífar séu vissulega ómissandi verkfæri í hverskonar veiðum, þó þeir séu ekki endilega aðal veiðitækið.
En hvernig dýr ertu þá að veiða með kasthnífum? Kanínur og svoleiðis?
Ég hef ekki veitt með þeim ennþá en hef kastað í mark. Mér datt í hug hvort hægt væri að finna einhverjar “hnífahnetur” knifenuts, á Íslandi. Þá gætu menn skipst á skoðunum og jafnvel bent á menn sem eru að selja góða hnífa. Það er engin búð á íslandi sem selur quality hnífa! Sportbúð Títan sem nú heitir Veiðihornið var með gríðarlegt úrval af Gerber hnífum sem eru sumir góðir, ekki mjög góðir, allavega þeir sem eru smíðaðir í USA en þeir sem eru smíðaðir í Taiwan og Kína eru lélegir. Það úrval er ekki lengur með nýjum eigendum. Þær hnífategundir sem allar hinar búðirnar eru að selja eru algjört grín. Þær eru t.d Joker og Nieto og ættu frekar heima í Leikbæ. Að búð sem kallar sig alvöru veiðibúð með alvöru græjur, s.s hágæða vöðlur, veiðistangir, arfaslakar flugur frá Kína, toppklassa byssur og veiðihjól en selja svo hnífa sem eru af lægsta mögulega standard sem býðst, svona jafnlélega og vöðlur með gati. Ég ekki skilja. Ég panta mína sjálfur að utan og kaupi þá albestu af karli sem ég fann fyrir slysni sem flytur inn algjöra rjóma vöru. En ég vildi vita hvort fleiri hnetur væru til. Hinn heilagi hárbeitti sannleikur finnst hér: www.bladeforums.com
Það eru svo takmarkandi lög um þetta hérna heima. Sem er ansi leiðinlegt þykir mér, miðað við að áður fyrr var mikil menning fyrir þessu skilst mér. Eins og sagt var, hníflaus maður er líflaus maður. :-)
Annars held ég að það sé tóm vitleysa að vera að kasta einhverjum ‘kasthnífum’, nema þá sem sport og íþrótt. Ef maður ætlar að æfa það sem bardagalist (þó það sé bara til afþreyingar) eins og ég geri, þá vil ég reyna að geta hent sem flestu.
Mikill áhugamaður um hnífa og tengd efni. Sér í lagi “hefbundna” hnífa eða hnífa sem eru einkennandi fyrir svæði/lönd. Einnig hefur töluverður áhugi kviknað á spyerco hnífum - þó þeir teljist vart til fallegra hnífa. Hef fundið sæmilega hnífa í ellingsen og jafnvel spyderco hnífa í veiðibúð í síðumúla (man ekki hvað hún heitir).
Kasthnífar eru bannaði hér á fróni. Hef þó prófað slíka en ekki með miklum árangri…
Ég hef mjög mikinn áhuga á hnífum og á einn Butterfly og er að reyna að æfa mig á hann en ég hef alldrey veitt dýr nema gert að fuglum, fiskum, hreindýrum og fleirum dýrum en ég væri til í að prufa svona kasthnífa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..