Um daginn fór ég í óvissuferð og lenti ég á Drumbótsstöðum.
Fyrst vissi ég ekkert hvað átti að gera en þegar það var rétt mér blautbúninginn kviknaði ljósaperan í kollinum á mér. Við vorum keyrð með rútu niður að Hvítá og fórum við í 12 manna bát og einnig var hægt að fara í 6 manna.
Þegar það var lagt af stað fór ég fremst í bátinn og eiga allir að róa en leiðsögumaðurinn á að vera aftast og segja til.
Fyrst fórum við í illvita sem það er kallað og voru þetta háar öldur og skvettist ískalda vatnið inn í bátinn og mikið á mig. Adrenalínið fer alveg í botn í þessum aðstæðum og er þetta líka einnig mjög góð hreyfing og lífsreynsla.
Einnig fórum við í svokallaða Titanic beygjuna og reyndi það all mikið á.
Svo stoppuðum við þar sem áin tvístraðist og fórum við til vinstri í vík með bátanna. Og þá var komið að eitt af skemmtilegustu atvikum ferðarinnar. Þar áttum við að stökkva u.þ.b 5-6 M háum kletti ofan í ískalda Hvítá og gerðu flestir það og var það mjög skemmtileg lífsreynsla.
Ef þið eruð að leita að eitthverju fjölbreyttu í adrenalín þörfinni ykkar farið þá í River Rafting.