Án þess að ég viti neitt um klifur yrði það sennilega auðveldara að íslenska. Er ekki solo freeclimb: klettaklifur einsamall án þess að tryggja sig.
Annars höfum við ekki fundið nafn á kitesurfing. Oftast erfitt að útskýra sportið líka (nema fólk hafi séð það). Sá einu sinni skelfilega íslenskun á því: Brimdrekareið !!!
Annars er það eina sem mér líst á: Kraftdrekar. Sem er reyndar íslenskun á orðinu Powerkite. Powerkite er aftur á móti notað í kitesurfing, snowkiting og landboarding. Með mismunandi útfærslum reyndar. Kitesurfing er semsagt sjó/vatnahlutinn af kraftdrekaflugi.
Þannig að vatnadreki/vatnakraftdreki gæti átt við kite-inn sjálfan sem er notaður á vatni (Classic C/LEI/bow/SLE/hybrid til að vera nákvæmur) en sagnorð fyrir kitesurfing hef ég ekki hugmynd um.
Ég sjálfur sem mikill áhugamaður um kite sportið. Hef ávallt átt í erfiðleikum með að útskýra sportið. En Kraftdreki hefur oftast dugað en þá fylgir á eftir 5 mínútna útskýring á sportinu. =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..