Þú svaraðir sjálfum þér eiginlega, loftdempari notast við háþrýstiloft til dempunar á meðan gormadempari notar gorminn til fjöðrunar. Loftdemparar hafa mest til þessa verið notaðir í XC römmum vegna hita og álagsvandamála við aggressíva notkun, en á síðustu árum hafa verið að koma fram loftdempara gerðir fyrir FR/DH sem þola að láta þjöstnast á sér. Gormademparar eru þyngri en loftdempararnir en hafa hinsvegar verið að standa sig betur í FR/DH og eru þessvegna að mestu alsráðandi þar. Í gormadempurunum er olíu/loft hluti sem sér um að stjórna virkni demparans (rebound, compression og/eða bottom out).