Í sjálfu sér er ekki mikill munur á milli 2005 og 2007 ef horft er bara á fjöðrunina en hönnunin á hjólinu er aðeins öðruvísi. Þeir gerðu það til að minnka standover-ið. Síðan er það nýtt á 2007 módelinu að það er komið floating afturbremsa sem kemur í veg fyrir breakjack en það er þegar bremsan hefur áhrif á fjöðrunina. Þetta var ekki stórt vandamál fyrir en samt gaman að það sé búið að losna við þetta. Síðan minnir mig að þeir séu með uppfærða rockerplates á 2007 frá því 2006 en þá voru einhverjir að lenda í því að beygla þá. Síðan þegar þú ert kominn út í Stab-inn þá ertu kominn út í aðeins öðruvísi fjöðrun sem er hönnuð fyrir DH og gerir því hjólið stöðugra á miklu hraða og fjöðrunin hagar sér betur í DH heldur en í freeride, þó hún virki mjög vel í FR.