Jæja þá þarf maður að fara að lýsa þessu hjóli, því þetta er sannarlega draumur í dós.
Monster. Monster. Í grunnatriðum er þetta 888 með 40mm stöngum og er sterkari en andskotinn. Gleymdu öllum pælingum um að brjóta hann. Núna
5th Element er dempari allra dempara. DHX 5.0 hvað? Allar stillingar sem hægt er að ýminda sér, preload, rebound, volume, high og lowspeed compression, bottomout resistance, allt!
Magura Gustav M. Þetta eru 4 pressu bremsur í hæsta gæðaflokki. Einu bremsurnar á sama leveli í bremsukraft eru Hope M6ti.
Og svo er toppurinn á ísjakanum…
V10, þetta er bara the ultimate DH hjól. Getur allt! Einsog nafnið segir til um hefur það góðar 10 tommur af afturfjöðrun.. það eru 254 millimetrar gott fólk!! Fyrsta tomman af fjöðrun kemur demparanum sjálfum ekkert við, þetta er bara stellið að hreyfast, sem þýðir að þetta er mýkra en allt sem hægt er að prófa. Santa Cruz ráðleggur 40-50% SAG, en það er hversu mikið afturdemparinn fjaðrar þegar þú situr á hjólinu. Svona til að bera þetta saman við önnur hjól, Kona Stinky, Mongoose ECD, Scott High Octane, Jamis Diablo, Trek Session, GF King Fisher, kemst ekki nálægt V10.
Ekki skemmir fyrir að vera með Race Face North Shore DH sveifar, FSA Platinum, Specialized Mobius stem, gríðarlega sterkar gjarðir og Ritchey DH stýri.
Jæja og þá er verðið á þessu. Hann vill 250 þúsund fyrir það, og ég verð að segja, það er bara vitleysislega lítið. Væri búinn að kaupa ef ég ætti peninginn! :D
Ég meina, Black Diamond Double kostar 230 þúsund út úr búð! Giant Faith 2 er á 289 þús, Gary Fisher King Fisher á 280, og Scott High Octane er á ekki meira en 465 þúsund!
V10 kostar nýtt úti í bandaríkjunum 6000 dollara, í bretlandi 5755 pund. Nýtt stell kostar meira en 250 þús. Pælið í því.
Ekki missa af þessum díl, svona lagað býðst aldrei aftur!!!
Skoðanir á hjólinu
http://santacruzmtb.com/v10/index.php?reviews=1
http://www.mtbr.com/reviews/Downhill_Full_Suspension/product_123838.shtml