Það heitir kitewing, skimbat (
www.kitewing.com) Minn er 4,8 fm. Það eru til 3,5 og 5,5 fm. en 4,8 er hentugasta stærðin. Væri alveg til í að láta minn þar sem ég er of upptekinn af kitesurfing, snowkiting og landkiting. Lítið notaður, 40þús.
Líst vel á að þið séuð að byrja á 4-5fm fixed power (2 línu) kite-um. Þá er auðvelt að sleppa bara ef þið verðið overpowered. Ekki vera að pæla í harnessi strax.
Ég ráðlegg ykkur að fljúga svoleiðis dreka alveg helling, byrja í litlum vindi og svo í meiri og meiri vindi. Varið ykkur samt á því að í 10m lifta þessir litlu kite-ar vel og float-ið niður er ekkert allt of gott (hratt upp - hratt niður).
Skoðið vel veðurspánna og fylgist vel með veðurbreytingum (oft erfitt að sjá dökk ský koma þar sem maður er með bakið í þau).
Ekki kite-a í gusty vindi eða vera á stað sem hefur óhreinan vind vegna fyrirstöðu af byggingum, trjám o.s.frv. Vindur hefur rotora í sér 10x lengra en hæð fyrirstöðunnar er (ef það make-ar sense). Semsagt 10 metra bygging er með óhreinan vind 100m frá sér.
Hafið alltaf gott autt pláss fyrir framan ykkur (hlutirnir gerast hratt ef þið byrjið að dragast á maganum) og skipið krökkum og forvitnum að vera fyrir aftan ykkur sem er öruggur staður.
Þið berið ábyrgð á ykkar eigin eða annarra meiðslum.
Er ekkert að reyna að draga úr ykkur, þvert á móti en þetta er sport þar sem maður verður að bera algjöra virðingu fyrir vindinum.
Nóg blaður í bili, er ábyggilega að gleyma e-u mikilvægu.
P.s. Þessi selur kite-a hér á Íslandi:
www.vindsport.is