já ég veit ekki, en jú kannski maður selji kvikyndið. ég elska þetta hjól í tætlur, ég vil ekki selja það en ég þarf eiginlega að selja það, nenni ekki að taka það með þegar ég flyt til Mílanó…..smá ves að gera það sérstaklega ef maður veit ekki hvort maður hafi pláss fyrir það þar sem ég verð
En NOTA BENE það verður ekki selt eða afhent fyrr en í lok sumars…ég ætla að eiga það út sumarið og njóta þess vel…
Ég er bara að setja þetta inn þar sem að ég veit að það tekur oft smá tíma að selja svona gripi hérna heima.
En já fyrir þá sem ekki vita þá erum við að tala um Mongoose Black Diamond Triple, það er í 100% ástandi, ný búið að taka boxxerinn upp og hreinsa og skipta um olíu, yfir fara allt, allt virkar eins og það á að virka, e.13 SRS, 40t RaceFace dh hringur, ODI grip, væntanlegt er annað hvort 2.7 WTB Timberwolf eða Michelin Comp 32 2.8 framm dekk og Michelin Comp 24 2.5 aftur dekk.
Hjólið hefur aldrei verið geymt úti, ekki mikið verið að stökkva á því, þannig að frameið hefur ekki tekið mikið á því.
En þetta er meira svona “Heads Up” póstur, ég veit ekki hvað ég geri, ef ég fæ rétt tilboð gæti ég vel hugsað mér að selja það annars verður það bara í geymslu hérna heima þangað til að ég er kominn út og þá læt ég senda mér það ef ég sé tilgang í því.