Já þú átt að borga tolla og skatta. Þegar þú kemur til baka þarftu að fara í gegnum hliðið sem stendur á “Tollskildur varningur” og þar er málið afgreitt, allir hlutir yfir 27þ krónur skal framvísa. Annars ef þú ferð í gegnum hitt hliðið með of dýran hlut þá geturu verið tekinn, hluturinn gerður upptækur og þú sektaður.
Þú þarft að borga skatta af öllu sem flutt er inn í landið og tolla af vel flestu, ein undantekning er þar á en það er ef þú kemur heim með hlutinn og hann kostar minna en 27þ krónur.