Hann pikkaði þetta nú ekki inn sjálfur heldur stal þessu af heimasíðu kayakklúbbsins (sjá
http://this.is/kayak/sjobatar.htm). Nema að þarna hafi verið sjálfur formaður kayakklúbbsins á ferð.
Annars er það þannig með straumbátana að þar er misjafn smekkur manna og það sem hentar einum hentar alls ekki öðrum. Lengd og form straumbáta fer alveg eftir því í hvað á að nota þá. Þrjú helstu hugtökin í straumvatni eru “Park and play”, “River-running” og “Creekboating”. Ég mæli með bátum ætluðum í “River-running” fyrir byrjendur, vegna þess að það eru mest alhliða bátarnir. Annars ef fólk er að spá í straumvatnssiglingum á kayak þá er best að koma sér í samband við strákana í Kayakklúbbnum (www.this.is/kayak) og biðja þá um aðstoð við að komast á flot. Þeir reyndust mér mjög vel þegar ég byrjaði á þessu sporti og eru ætíð til í að hjálpa þeim sem hafa hug á að byrja á þessu.
Sjáumst á floti í straumvatninu
Phyrana